Úrval - 01.12.1971, Síða 41
VIÐ GETUM EKKI LÁTIÐ HANN DEYJA
39
klettótt. Þafi var því ekki liægt að flytja hann flugleiðis til Ca-
gliari, höfuðborgar Sardiníu, nema í þyrlu. Og þaðan yrði svo
tiægt að flytja hann með venjulegri flugvél til Rómaborgar.
Lögreglan í Cagliari hafði þyrlu á sínum snærum, sem var að
vísu ekki langfleyg. En það yrði unnt að fljúga með Ulrich
Neuffer til Cagliari í þeirri vél. En það yrði þörf fyrir venju-
lega flugvél fyrir hina 240 mílna ferð til Rómaborgar. Og það
yrði að sigrast á óskaplegri skriffinnsku, áður en unnt yrði að
liafa uppi á flugvél, sem unnt vrði að senda i þessa björgunar-
ferð.
En Carlo Biggio er mjög þrár maður. Hann sagði: „Þjóðverj-
inn er gestur okkar. Yið getum ekki látið liann deyja!“ Eyjar-
skeggjar voru sama sinnis, og þeir gerðu brátt þessi vigorð
Biggios að vígorði sínu, er þau bárust um eyna. Frá klukkan 7
að kvöldi til klukkan hálfeitt eftir miðnætti áttu Biggio og menn
hans fjölmörg símtöl við ýmsa aðilja. Þeir hringdu til lögreglu-
stjórans i Cagliari og til kanadisku, þýzku og ítölsku yfirmann-
anna i flugstöð Norðuratlantshafsbandalagsins á Sardiníu, einn-
ig til italska flughersins og til aðalstöðva ríkislögreglunnar í
Rómaborg. Simtölin urðu samtals 40, áður en yfir lauk.
Meðan á þessum tilraunum stóð, voru vinir Ula í óvissu um,
bvort hann afbæri að vera lengur neðansjávar. Hann gerði sér
grein fvrir því, í hvílíkri hættu hann var staddur, og því sam-
þvkkti hann tafarlaust að kasta sér útbyrðis í fjórða skipti þenn-
an dag. Vindurinn hafði aukizl og var nú orðinn 40 hnútar, og
var því mikill öldugangur í flóanum. Sjórinn var kaldur, strax
og komið var rétt niður fyrir yfirborðið, og straumarnir voru
svo sterkir, að Uli varð að halda sér fast i akkerisfestina, svo að
straumurinn sogaði hann ekki með sér. En hann var aldrei einn.
Félagar hans skiptust á að kafa með honum, Tonino, Werner
og fleiri. Þeir voru með vatnsheld vasaljós. Þeir hvöttu hann
óspart, klöppuðu á I)akið á honum og nudduðu belkalda band-
leggi hans og fótleggi.
Meðan á þessari löngu þolraun stóð, biðu þau Hannelore og
Thomas á ströndinni og skimuðu eftir því, hvort þyrlan væri að