Úrval - 01.12.1971, Page 48
46
ÚRVAL
sem er geysilega vel og listilega út-
skorin á hinn flóknasta hátt. Svepp-
ir, mygla og ormar höfðu lagt undir
sig innviði panelborðanna, svo að
þeim hætti til að molna. Hefði átt
að gera eftirlíkingu þessarar viðar-
klæðningar með sams konar út-
skurði, hefði slíkt verk tekið heilan
her tréskui'ðarmanna marga áratugi.
Til allrar hamingju tókst efnaverk-
smiðju einni að finna upp heppilega
viðgerðaraðferð. Viðurinn var með-
höndlaður með sýru, sprautaður
með plastefni, og undir panelborð-
inu var sett bak úr krossvið.
Nákvæmur gaumur er gefinn að
sérhverju minnsta smáatriði í hinni
sífelldu viðleitni til þess að koma
öllu í nákvæmlega sama horf og
það var í áður. Síðustu 15 árin hafa
silkivefnaðarverksmiðjur í Lyons
leyst af hendi geysilegt starf við
framleiðslu á dýrmætu húsgagna-
áklæði á húsgögnin í höllinni. Starfs-
menn vefnaðarverksmiðjanna hafa
lagt sig alla fram til þess að verkið
megi verða sem bezt af hendi leyst.
Venjulega eru aðeins notuð hin
beztu kínversku silkiefni, og ofið er
á gamla trévefstóla. Ekki er unnt
að vefa nema nokkra þumlunga á
dag með slíkum aðferðum. Það tók
4 konur tvö ár að sauma í einn
þriggja feryarda hluta af leiksviðs-
tjaldinu í Versölum, þótt þær ynnu
fullan vinnudag. Knipl og knipl-
ingaskreyting í hinum gamla stíl
krefst þess stundum, að blandað sé
saman átta mismunandi blæbrigðum
af þræði til þess að fá fram ná-
kvæmlega réttan lit.
Van der Kemp gerðist jafnvel svo
djarfur að láta hefja viðgerð á öll-
um klukkum í höllinni, þar á meðal
hinni fornu sólkerfisklukku, sem
sýnir ekki aðeins tímann heldur
einnig stöðu reikistjarnanna gagn-
vart stöðu jarðar og tungls. Það
vantaði 32 nauðsynlega hluti í þessa
flóknu klukku. Úrsmiðurinn Pierre
Bécard, sem hættur var störfum,
gerði hluti þessa og leysti þar af
hendi stórkostlegt afrek. Hann varð
svo gagntekinn af starfi sínu, að
hann hefur gefið vinnu sína og vinn-
ur kauplaust að þessu viðfangsefni.
Víðs vegar í hinum geysistóra
kastaia, Versalahöllinni, eru menn
að störfum. Og Van der Kemp við-
urkennir, að starfi þessu muni al-
drei verða fullkomlega lokið. En
hann hefur samt veitt milljónum
manna tækifæri til þess að gægjast
bak við hið gyllta forhengi sögunn-
ar og líta Versali, eins og þeir voru,
þegar dýrð þeirra bar vitni um
glæsileika og vald Bourbon-ættar-
innar.
Hræsnari er maður, sem skrifar bók, þar sem hann dásamar trú-
leysið, og biður þess svo iheitt, að bún muni seljast vel.
Auglýsing í glugga hárkollubúðar: Hárkollur, sem rnunu gera yðar
eigið hár grænt af öfund.