Úrval - 01.12.1971, Blaðsíða 86
84 ÚRVAL
Svona er lífið
?☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆
Mark Twain sýndi eitt sin gestum
sínum inn í bókaherbergið sitt.
Baekur lágu þar á víð og dreif í
háum stöflum á gólfinu og á stóln-
um, en aðeins á einum veggnum
voru bækur í hillum.
Þegar gestirnir höfðu orð á þessu,
svaraði skáldið: „Já, það er nú að-
eins vegna þess, að það er næstum
því ómögulegt að fá lánaðar bóka-
hillur hjá fólki.“
r^ r*s
Það var vestur á ísafirði. Bind-
indisfrömuður var að flytja ræðu og
hafði talað sig heitan.
„Það ætti að taka hverja einustu
vínflösku og fleygja henni í djúpið.“
„Heyr,“ kallaði einn tilheyrand-
inn og klappaði mikið.
Eftir fyrirlesturinn sneri ræðu-
maður sér að honum:
„Þér eruð víst bindindismaður?“
„Ónei, ekki er það nú alveg, svar-
aði hinn.
„Ég stunda veiðar með rækju-
troll!“
r^
Þú ert búinn að eignast bíl, heyri
ég.“
„Já, svona öðru hvoru.“
„Öðru hvoru? Hvað meinarðu með
því?“
„Jú, sérðu. Þegar bíllinn er ný-
þveginn og bónaður, á konan mín
hann. Þegar hann er óhreinn á son-
ur minn hann. Þegar hann er á
verkstæði til viðgerðar, þá á ég'
hann!“
Það var umferðaröngþveiti milli
hátíðanna og einn bílstjórinn „lá á“
bílflautunni. Kona í bíl við hliðina
á honum beygði sig út og hrópaði
til hans:
„Og hvað fenguð þér nú fleira í
jólagjöf?“
„Má ég treysta því, að þetta sé
nautakjöt en ekki venjulegt belju-
kjöt?“ sagði. frúin við þjóninn.
„Já, frú mín góð, þetta er ábyggi-
lega nautakjjöt," svaraði þjónninn
um hæl. „En ég verð að viðurkenna,
að móðir nautsins var belja.“
Þríburar voru nýfluttir með
foreldrum sínum í byggðarlagið.
Fyrsta daginn þeirra í skólanum
spurði kennarinn um nöfn þeirra.
„Ég heiti ívar Hákonarson,“ svar-
aði sá fyrsti með eðlilegri drengja-
röddu.
„Ég heiti Jón Hákonarson,“ svar-
aði annar þeirra og var mjóróma.
„Og ég heiti Hákon Hákonarson,“
svaraði sá þriðji með svo dimmri
röddu, að allur bekkurinn hrökk við.
„Það er furðulegt, hversu raddir
ykkar bræðranna eru ólíkar," sagði
kennarinn með undrunarsvip.
„Já, við erum þríburar," svaraði
Hákon, „og vegna þess, að mamma
átti ekki nema tvo pela, varð ég
að drekka bjór með honum pabba
mínum.“ (Víkingur).