Úrval - 01.12.1971, Side 89
87
Walt Disney stóð í miðj-
um hópi framkvæmda-
stjóra sinna og lét
móðan mása. Hann var
í miklum vígahug.
Hann var klæddur á
mjög frjálslegan, jafnvel hirðuleys-
islegan hátt. Hann var í köflóttum
skógarhöggsmannajakka og með
grænan Týrólahatt á höfði. Þetta
var á björtum og fögrum október-
degi árið 1965, og þeir voru staddir
16 mílum fyrir suðvestan bæinn
Orlando suður í Floridafylki. Svæð-
ið, sem þeir voru staddir á, var þá
enn óræktuð og óbyggð auðn, tvisv-
ar sinnum stærri en Manhattaneyja,
sem miðborg New York stendur á.
Svæði þetta hafði fyrirtæki Disneys,
Walt Disney Productions, þá nýlega
keypt. Venjulegur áhorfandi sá þar
aðeins fen og kýprusviðarlundi, en
Disney sá þegar fyrir sér framtíðar-
landið, sumardvalar- og skemmti-
svæði, er ætti engan sinn líka, töfra-
heim, sem bera skyldi nafnið Dis-
neyheimur (Heimur Walt Disneys),
en innan hans skyldi verða risavaxið
skemmtisvæði, nýtízkuleg gistihús,
svo nýtízkuleg, að kalla mætti þau
byltingargistihús, t j aldbúðasvæði,
geysilega fullkomnir golfvellir,
nægilega stór fyrir lands- og heims-
keppnir, einteinungabraut, fjölmörg
lón, stöðuvötn og snjóhvítar bað-
strendur.
Og þetta var aðeins byrjunin. Nú
skýrði Disney í fyrsta skipti frá
draumi sínum, sem tæki jafnvel
slíkum afrekum fram, yrði hann
uppfylltur. „Væri það ekki snjallt,"
spurði hann, ,,ef við gætum reist
heila borg hérna, tilraunasamfélag
framtíðarinnar, þar sem fólk gæti
búið án umferðar, loftmengunar eða
fátækrahverfa? “
Þeir, sem stóðu Disney næst höfðu
orðið varir við að hann hafði orðið sí-
fellt meiri áhyggjur af þróun þeirri,
sem var í fullum gangi í borgunum
með sívaxandi útþenslu, sívaxandi
loftmengun, sívaxandi umferð, há-
vaða og þrengslum og síminnkandi
lífsrými. Það varð brátt ljóst, er
Disney lýsti þessari draumsýn sinni
nánar, að framtíðarborg sú, sem
hann hugsaði sér, var sannkölluð
draurpaborg, nokkurs konar skýja-
borg miðað við hinn harða raun-
veruleika samtímans. Þar var um
að ræða 50 ekra svæði stræta, garða
og torga, lofthreinsað, lofttemprað
og loftkælt eða hitað eftir þörfum.
Þar skyldi hinn fótgangandi skipa
heiðurssess. Öll umferð í gegnum
miðborgina átti að verða neðan-