Úrval - 01.12.1971, Qupperneq 90

Úrval - 01.12.1971, Qupperneq 90
88 ÚRVAL jarðar, og kringum miðkjarnann átti að verða grænt belti og íbúðarhverfi fyrir um 20.000 manns, alls ekki fleiri. Sérhvert heimili skyldi verða sjálfstæð eining, sem væri sjálfri sér nóg, þ.e. útbúið með eigið afl- stöð, en samt tengd miðstjórnarkerfi með innbrotsþjófnaðar- og eldsvoða- neyðarkallkerfi og einnig neðanjarð- arsorpflutningakerfi. „Hugsið ykkur bara!“ sagði hann. „Borgin yrði laus við mengun, því að loftslaginu í henni yrði aigerlega stjórnað. Yfir henni yrði eins konar veðurst j órnarh volf þak. ‘ ‘ „En Walt,“ maldaði Joe Potter, varaforstj óri Disneysamsteypunnar, í móinn, „það mundi kosta hundruð milljóna dollara!“ Brún augu Disneys gneistuðu. „Joe,“ spurði hann, „geturðu ekki haft hugann við aðalefnið og hætt að hugsa um smáatriðin?" Þessi athugasemd var einkenn- andi fyrir Disney. Alla sína ævi hafði Walter Elias Disney dreymt slíka drauma, og hann hafði sjaldan staldrað við til þess að íhuga og reikna út kostnaðinn af uppfyllingu drauma þessara. Frá kvikmyndaveri hans í Kaliforníu höfðu streymt 534 stuttar teiknimyndir, 44 stuttar kvikmyndir með lifandi leikurum, 47 fræðslu- og auglýsingamyndir og 83 kvikmyndir í fullri lengd, en 18 þeirra höfðu verið teiknimyndir eingöngu. Á þessu eina ári, árinu 1965, höfðu 6 milljónir manna eytt einum degi í skemmtigarði hans, Disneylandi, rétt við Los Angeles í Kaliforníu. 21 milljón manna höfðu heimsótt Disney-sýningarnar á heimssýningunni í New Yoi'k. Á ári hverju greiddu 180 milljónir manna aðgöngueyri til þess að sjá Disney- kvikmynd, og 100 milljón manna lásu Disney-sögur í tímaritum og sérstökum bókum. f viku hverri fylgdust 250 milljónir manna með Disney-teiknimyndasögum, og fólk í 70 löndum horfði á Disney-þátt í sjónvarpinu. Áhorfendur mynda hans námu samtals billjónum. Sem meistari á sviði ímyndunaraflsins og ævintýranna og sköpuður goðsagna- kenndra teiknipersóna hafði hann snortið líf fleiri jarðarbúa en nokk- ur maður í gervallri mannkynssög- unni. Hann var tákn heillar iðngreinar, fyrirtækjasamsteypu, sem grund- vallaðist á draumum. Og enginn persónanna, sem hann skapaði, hafði samt lifað lífi, sem var eins auðugt á sviði ímyndunaraflsins og líf Walts Disneys sjálfs. FYRSTI ÆVINTÝRAHEIMURINN Þegar Walt var fjögurra ára gam- all, tók Elias Disney, faðir hans, ákvörðun, sem átti eftir að hafa geysilega þýðingu fyrir framtíð drengsins. Þetta var í aprílmánuði árið 1906. Elías Disney var trésmið- ur að atvinnu og átti drjúgan þátt í að byggja upp hverfið í kringum kirkju Congreationalsafnaðarins við Tripp Avenue í Chicago. Hann var virðulegur og trúaður maður og hélt hvildardaginn jafnan strang- lega heilagan. Þegar opnaðar voru þrjár vínkrár nálægt heimili hans, fylltist hann mikilli reiði. „Þessi borg er ekki hæfur staður til þess að ala upp börn á,“ sagði hann við Floru, eiginkonu sína. Og brátt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.