Úrval - 01.12.1971, Síða 99
WALT DISNEY
97
með talinn Ub Iwerks vinur hans).
Disney skipaði oft fyrir um, að
teikna skyldi sama atriðið æ ofan í
æ og taka skyldi síðan myndir af
því aftur og aftur, þangað til hann
var loks orðinn ánægður. Þannig
eyddist hvert cent, sem myndirnar
gáfu af sér. Hann var ákveðinn í,
að næsta teiknimyndin yrði albezta
Lísumyndin hans. Disney framleiddi
samtals 57 myndir í þessum ævin-
týramyndaflokki um Lísu, en sú 16.
þeirra var síðasta Lísumyndin, sem
hann græddi á.
Þrátt fyrir deilur sínar við Mintz
var Walt í fyrstu hamingjusamari
en hann hafði nokkru sinni verið.
Hann hafði látið sér vaxa yfirskegg
og gekk um með leðurhúfu, sem
hann hafði öfuga á höfðinu. Einnig
var hann með legghlífar. Líkti hann
þannig í hvívetna eftir átrúnaðar-
goði sínu, kvikmyndastjóranum og
framleiðandanum Cecil B. de Mille.
Og brátt var Walt Disney orðin
þekkt persóna á Hollywood Boule-
vard. Hann var enn eins og sveita-
strákur í fasi og útliti. Hann kom
til dyranna eins og hann var klædd-
ur og var ekki með nein látalæti.
Þegar hann sá fyrstu Lísumyndina
sína á kvikmyndatjaldi kvikmynda-
húss, vakti hann geysilega athygli
meðal áhorfenda, þegar hann spratt
upp og hljóp æpandi niður á milli
sætaraðanna: ,,Hún er eftir mig!
Hún er eftir mig!“
En nú tóku að safnast fyrir skuld-
ir að nýju. Leiknir teiknarar í
starfsliði hans gátu búizt við því að
fá allt að 120 dollara í vikulaun. En
Walt fékk sjálfur aðeins 50 dollara
í hámarkslaun. Og þegar illa gekk,
lækkaði hann laun sín niður í 15
dollara á viku.
Einn starfsmannanna fékk þó
minni laun en allir aðrir. Það var
Lilliam Bounds, laglegur, dökk-
hærður hraðritari frá Lewiston í
Idahofylki. Það var Roy, sem upp-
götvaði einn daginn, að Lilly hafði
ekki framvísað launaávísun sinni í
bankann síðustu tvær vikurnar.
Hann tók einnig eftir því, að Walt
var óvenjulega viljugur að aka ung-
frú Bounds heim úr vinnunni. Og
brátt var það orðin venja í viku
hverri, að Walt spyrði Lillian
skömmustulegur á svipinn: „Roy
spyr, hvort þú mundir kannski vilja
geyma það eina vikuna enn að fara
með launaávísunina í bankann.“
Walt hafði lifað og hrærzt í
draumaheimi teiknimyndanna, sem
byltust um í höfði hans, og hann
hafði aldrei elzt við stúlkur. En
þessi stúlka var á einhvern hátt
öðru vísi en aðrar stúlkur. Kannski
var það vegna þess að hún hlustaði
með athygli á allt það, sem hann
hafði að segja, já, hlustaði þannig,
að það var augljóst, að hún var
gáfuð og skildi, hvað fyrir honum
vakti.
Eitt kvöldið þegar hann var að
lesa henni fyrir bréf, hallaði hann
sér skyndilega yfir skrifborðið og
kyssti hana. Og það stóð ekki lengi
á formlegu bónorði hans. Og þegar
þau ræddu um að kaupa bíl í sam-
einingu, spurði Walt hana: „Hvort
finnst þér, að við ættum að kaupa
fyrst, bílinn eða hringinn?“ „Hring-
inn,“ svaraði Lilly þá.
f ársbyrjun var myndaflokkurinn
„Lísa í teiknimyndalandi" í raun-