Úrval - 01.12.1971, Síða 102
100
URVAL
garðinum sínum. Þarna kom það!
Flugóður með Mortimer mús sem
aðalstjörnu,
Það héldu honum engin bönd, og
hann byrjaði að lesa I.illy fyrir
kvikmyndasöguna. En hún bar strax
fram mótmæli.
„Mortimer er hrœðilegt nafn á
mús!“ sagði hún.
„Jæja þá,“ sagði Walt, „en hvað
segirðu um að kalla músastrákinn
Mikka? Mikki mús! Já, þetta hljóm-
ar eitthvað svo vinalega.“
Strax og Walt kom aftur til Holly-
wood, fékk hann Ub Iwerks það
verkefni að koma hugmynd þessari
á pappír, þ.e. að teikna frummynd-
irnar. Þetta var sex vikna vinna, og
yfir henni hvíldi mikil leynd. Ub
læsti sig inni í skrifstofu sinni.
Stundum teiknaði hann 700 myndir
á dag. Walt breytti bílskúrnum sín-
um í vinnustofu, og þar gerðu starfs-
stúlkur blekafrit af teikningum Ubs,
áður en þær yrðu kvikmyndaðar.
Mikki varð sífellt lífmeiri með
degi hverjum. Höfuð hans var aðeins
einn hringur, sem auðvelt var að
teikna. Og eyru hans voru einnig
hringir, hvernig sem hann sneri sér.
Líkaminn var perulagaður, þ.e.
breikkaði eftir því sem neðar dró.
Rófan smámjókkaði, og fæturnir
voru óskaplega mjóir, en á þeim
voru risastórir skór. Það var auð-
veldara og ódýrara að teikna hanzka
með fjórum fingrum en fimm,. og
því varð Mikki að láta sér lynda að
vanta einn fingur á hvora hönd.
Á eftir teiknimyndinni „Flugóð-
ur“ fylgdi myndin „Kúreki á fleygi-
ferð“. Og brátt var Ub byrjaður á
þeirri þriðju, sem bar heitið „Villi
skipstjóri“. Á meðan skauzt Walt
aftur til New York með sýnishorna-
kvikmyndaspólur. Þar varð hann
ekki var við hinn minnsta áhuga.
Það vildi enginn líta við þessari
nýju teiknimyndastjörnu hans.
„Þetta var eitt erfiðasta augna-
blikið í lífi Walts,“ sagði Ub. Iwerks,
skömmu áður en hann dó í fyrra-
sumar. „Hann hafði hætt öllu, en
honum tókst ekki að vekja áhuga
neins í New York á þessari nýju
teiknimyndapersónu sinni, þótt
hann dveldi þar í heilan mánuð.
Þetta virtist í rauninni vera endir-
inn á frama hans.“
Walt kom að lokum ráð í hug,
örvæntingarfull ráð. Fyrir tæpu ári,
eða í október 1927, hafði fyrsta tal-
myndin verið sýnd. Það var „Jazz-
söngvarinn“. Síðan hafði verið kom-
ið fyrir hljómtækjum í rúmum 100
kvikmyndahúsum. Og áhorfenda-
og áheyrendafjöldinn hafði síðan sí-
vaxið og var nú kominn upp í 95
milljónir á viku, þ.e. hafði tvöfald-
azt. „Við setjum hljóð og tal í Villa
skipstjóra,“ sagði Disney við sjálfan
sig.
Þetta hafði aldrei verið gert áður.
Það gekk vel að setja tal í kvik-
myndir, þegar lifandi leikarar töl-
uðu orðin. En hvernig var hægt að
samræma hreyfingar teiknimynda-
persónanna orðum, sem voru töluð,
og hljóðum, sem voru framkölluð
löngu eftir að lokið hafði verið við
teiknimyndirnar? Þeir Roy og Walt
gerðu tilraun með 35 fet af kvik-
mynd, sem tók aðeins 30 sekúndur
að sýna. Þeir söfnuðu saman alls
konar óhljóðatækjum, sem notuð
voru á gamlárskvöld, kúabjölium,