Úrval - 01.12.1971, Page 103
WALT DISNEY
101
flautum, ocarinum og jafnvel þvotta-
bretti. Og sá eini af starfsmönnum
þeirra, sem hafði einhverja tónlist-
argáfu til að bera, lagði fram sinn
skerf. Það var Wilfred Jackson, sem
kom með harmoniku. Walt sjálfur
talaði fyrir munn Mikka. Hann lok-
aði fyrir loftstraum um nefið með
því að halda fyrir nasavængina með
fingrunum og gerði sér upp skræka
stráklingsrödd, (en það hlutverk
átti hann eftir að leika næstu 18
árin).
Þegar þessu var lokið, skoðuðu
þeir kvikmyndina. Þarna spígsporaði
Mikki um sem Villi skipstjóri á
hjólaskipinu sínu á Mississippifljót-
inu og fann mikið til síns ábyrgðar-
mikla starfs. Hann blés í skips-
flauturnar sínar, og svo fór hann
að dansa fjörugan dans á þilfarinu.
Og þá helltist heilt tónaflóð yfir þá.
Það heyrðist í harmonikunni hans
Jacksons yfir þvottabrettisleik Ubs,
og Walt blés í flautu, sem óður væri.
Þeir skellihlógu af gleði. Þeir
voru í óskaplegu uppnámi. Svo
skoðuðu þeir myndina aftur og aft-
ur og gerðu ýmsar endurbætur. Þeir
reyndu sífeilt að ná betri samræm-
ingu tals, hljóða og hreyfinga. Þegar
langt var liðið á nótt, hrópaði Walt
loksins: „Þarna kemur það! Við er-
um búnir að finna það! Svona á það
að vera!“
Nú þurfti að hljóðrita að nýju
allt tal og öll hljóð, sem fylgja áttu
kvikmyndinni. En að lokum var því
lokið með góðum árangri, og Walt
hafði tekizt að leigja kvikmynda-
húsi á Broadway myndina til sýn-
ingar. f tvær vikur samfleytt sat
Walt á hverjum degi í Colony-kvik-
myndahúsinu við Broadway og
horfði á myndina aftur og aftur.
Hann var sem límdur við sætið.
Hann naut varla svefns né matar
þessar vikur. Hann var sem upp-
numinn og drakk í sig hiáturgusur
kvikmyndahúsgesta, sem tóku þess-
um ,,börnum“ Walts, þeim Mikka
mús og. hans betri helming, Minnie,
sem Lilly hafði reyndar átt hug-
myndina að, með kostum og kynjum.
UPPSPRETTA
SKÖPUNARMÁTTARINS
Mikki mús vakti næstum sam-
stundis geysilega athygli um víða
veröld. Hann er vafalaust sú af
teiknimyndapersónum Disneys, sem
er þekktust og í mestu uppáhaldi
um víða veröld, nokkurs konar þjóð-
sagnapersóna 20. aldarinnar. Mikki
er brellinn og bjartsýnn og alltaf í
góðu skapi, á hverju sem dynur.
Öllum geðjaðist að Mikka, og hann
vann hjörtu manna um víða veröld.
Á Ítalíu gengur hann undir nafninu
Topolino og í Japan er hann kall-
aður Miki Kuchi. Það voru gerðar
vaxmyndir af honum og Minnie og
sýndar í vaxmyndasafni Madömu
Tussaud. Meðan vinsældir hans voru
í algeru hámarki, fékk hann 7000
aðdáendabréf í viku hverri.
Og samt hélt Disney áfram að
tapa fé á teiknimyndum sínum.
Hann hafði orðið að ganga að mjög
óhagstæðum samningum til þess að
tryggja örugga og víðtæka dreif-
ingu á teiknikvikmyndum sínum.
Og þessir samningar voru sem
hengingaról um háls honum. Að
lokum tókst honum að fá samning-
um þessum riftað. En það tók sinn