Úrval - 01.12.1971, Qupperneq 103

Úrval - 01.12.1971, Qupperneq 103
WALT DISNEY 101 flautum, ocarinum og jafnvel þvotta- bretti. Og sá eini af starfsmönnum þeirra, sem hafði einhverja tónlist- argáfu til að bera, lagði fram sinn skerf. Það var Wilfred Jackson, sem kom með harmoniku. Walt sjálfur talaði fyrir munn Mikka. Hann lok- aði fyrir loftstraum um nefið með því að halda fyrir nasavængina með fingrunum og gerði sér upp skræka stráklingsrödd, (en það hlutverk átti hann eftir að leika næstu 18 árin). Þegar þessu var lokið, skoðuðu þeir kvikmyndina. Þarna spígsporaði Mikki um sem Villi skipstjóri á hjólaskipinu sínu á Mississippifljót- inu og fann mikið til síns ábyrgðar- mikla starfs. Hann blés í skips- flauturnar sínar, og svo fór hann að dansa fjörugan dans á þilfarinu. Og þá helltist heilt tónaflóð yfir þá. Það heyrðist í harmonikunni hans Jacksons yfir þvottabrettisleik Ubs, og Walt blés í flautu, sem óður væri. Þeir skellihlógu af gleði. Þeir voru í óskaplegu uppnámi. Svo skoðuðu þeir myndina aftur og aft- ur og gerðu ýmsar endurbætur. Þeir reyndu sífeilt að ná betri samræm- ingu tals, hljóða og hreyfinga. Þegar langt var liðið á nótt, hrópaði Walt loksins: „Þarna kemur það! Við er- um búnir að finna það! Svona á það að vera!“ Nú þurfti að hljóðrita að nýju allt tal og öll hljóð, sem fylgja áttu kvikmyndinni. En að lokum var því lokið með góðum árangri, og Walt hafði tekizt að leigja kvikmynda- húsi á Broadway myndina til sýn- ingar. f tvær vikur samfleytt sat Walt á hverjum degi í Colony-kvik- myndahúsinu við Broadway og horfði á myndina aftur og aftur. Hann var sem límdur við sætið. Hann naut varla svefns né matar þessar vikur. Hann var sem upp- numinn og drakk í sig hiáturgusur kvikmyndahúsgesta, sem tóku þess- um ,,börnum“ Walts, þeim Mikka mús og. hans betri helming, Minnie, sem Lilly hafði reyndar átt hug- myndina að, með kostum og kynjum. UPPSPRETTA SKÖPUNARMÁTTARINS Mikki mús vakti næstum sam- stundis geysilega athygli um víða veröld. Hann er vafalaust sú af teiknimyndapersónum Disneys, sem er þekktust og í mestu uppáhaldi um víða veröld, nokkurs konar þjóð- sagnapersóna 20. aldarinnar. Mikki er brellinn og bjartsýnn og alltaf í góðu skapi, á hverju sem dynur. Öllum geðjaðist að Mikka, og hann vann hjörtu manna um víða veröld. Á Ítalíu gengur hann undir nafninu Topolino og í Japan er hann kall- aður Miki Kuchi. Það voru gerðar vaxmyndir af honum og Minnie og sýndar í vaxmyndasafni Madömu Tussaud. Meðan vinsældir hans voru í algeru hámarki, fékk hann 7000 aðdáendabréf í viku hverri. Og samt hélt Disney áfram að tapa fé á teiknimyndum sínum. Hann hafði orðið að ganga að mjög óhagstæðum samningum til þess að tryggja örugga og víðtæka dreif- ingu á teiknikvikmyndum sínum. Og þessir samningar voru sem hengingaról um háls honum. Að lokum tókst honum að fá samning- um þessum riftað. En það tók sinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.