Úrval - 01.12.1971, Qupperneq 120
118
ÚRVAL
þar sem verða átti meðal annars
annar skemmtitækjagarður, eins
konar „Austur-Disneyland“, sem
bera skyldi nafnið „Veröld Walts
Disneys".
Kjarni þessa skemmtisvæðis átti
að vera vatn, 450 ekru stöðuvatn og
200 ekru lón, en meðfram strönd-
um þeirra átti að mynda hvítar
sandstrendur, sem verða skyldu
samtals fjórar mílur á lengd. Á
kvöldin átti vatnið og lónið að um-
myndast í glitrandi ljósahaf, þegar
uppljómuð skemmtiferðaskip sigldu
þar fram og aftur á milli skemmti-
garðsins, orlofsgistihúsanna og tjald-
búðanna. Þar að auki áttu 7500 ekr-
ur af þessum 27.500 ekrum að fá að
halda sinni upprunalegu mynd sem
ósnortin fen og aðsetur ýmissa
villtra dýra, og áttu náttúrufræð-
ingar og umhverfisverndarsinnar að
hafa aðgang að því svæði.
Næstu mánuðina hófst starfslið
Walts handa um skipulag skemmti-
svæðisins og fyrstu byggingar á því.
Þeir tryggðu sér aðstoð sérfræðinga
frá bandarísku stálverksmiðjunum
U.S. Steel og skipulögðu og gerðu
uppdrætti að Samtímagistihúsinu.
byltingarkenndri 14 hæða byggingu.
Það líkist helzt A í laginu. f risa-
vöxnum forsalnum átti að vera opin
göngugata með veitingahúsum og
búðum beggja vegna og fjórum 96
feta háum veggmyndum úr flísum.
í gegnum forsalinn áttu svo að renna
6 einteinungar, sem taka skyldu 212
farþega hver og flytja áttu gesti
til skemmtisvæðisins og frá því aft-
ur.
Einnig voru gerðir uppdrættir að
öðrum gistihúsum, og átti hvert
þeirra að hafa sín sérstöku einkenni.
Þar var um að ræða Polynesiugisti-
húsið, lága byggingu, sem minna
átti á Suðurhafseyjar. Þar átti að
vera risasundlaug fyrir köfun með
köfunartækjum, og átti gistihús
þetta að opna fyrsta árið. Einnig
voru gerðir uppdrættir að öðrum
gistihúsum, sem opna skyldi síðar,
t.d. Feneyjagistihúsinu, sem byggja
átti í líkingu bygginga við Markús-
artorgið í Feneyjum, og átti þar
einnig að leggja svipað torg. Þar
átti einnig að rísa 120 feta hár
klukkuturn. Flytja átti gesti að og
frá þessum stað í feneyskum síkja-
bátum (gondólum). Einnig voru
gerðir uppdrættir að 600 herbergja
Asíugistihúsi og að Persíugistihús-
inu, sem hafa átti dimmblátt hvolf-
þak og þar sem verða átti urmull
palla og sundlauga inni sem úti. í
fyrsta skipti í sögunni átti verk-
smiðja að framleiða gistiherbergi á
færibandi. Þar var um að ræða
stálgrindaeiningar, sem lyfta átti
síðan á sína réttu hæð að smíði
lokinni með risavöxnum hegrum.
Þegar búið yrði að tengja leiðslur
fyrir frárennsli, vatn og rafmagn,
yrði hægt að flytja inn í herbergin.
Fyrirtækið Aerojet General ætlaði
að koma þar fyrir risavöxnu sorp-
hreinsunarkerfi. Var þar um að
ræða loftsogrör neðanjarðar, sem
sjúga skyldi sorpið burt í, og yrði
þetta fyrsta kerfi þeirrar tegundar
í Bandaríkjunum.
En allar þessar áætlanir voru samt
á algeru byrjunarstigi haustið 1966,
þegar Walt veitti sér loks tíma til
þess að láta taka af sér röntgen-
mynd. Það var enn verið að vinna