Úrval - 01.12.1971, Blaðsíða 121

Úrval - 01.12.1971, Blaðsíða 121
WALT DISNEY 119 að teikningunum, þegar sannleikur- inn um heilsu hans kom loks í ljós. Hann hafði haft stöðugar kvalir í baki undanfarið, og hélt hann, að þar væri um að ræða þrýsting á taugar í hryggjarlið eða á milli þeirra. Skurðlæknarnir komust að raun um, að Disney var með ill- kynjað æxli. Hann var geysilegur reykingamaður og reykti að jafnaði fjóra pakka af vindlingum á dag. Þann 7. nóvember námu læknar burt vinstra lunga hans. Honum leiddist aðgerðarleysið alveg óskap- lega, því að slíku var hann ekki vanur, svo að það voru ekki liðnar tvær vikur frá uppskurðinum, þeg- ar hann reyndi að taka til starfa af sama kappi og áður. En það var sem orkuuppspretta hans hefði skyndilega þornað upp. Neistinn hafði slokknað. Þann 30. nóvember varð hann að fara aftur í sjúkrahús og var þá alveg fársjúkur. Og klukk- an 9.15 að morgni til þann 15. des- ember hætti hið eirðarlausa hjarta hans að slá. Og um fimm leytið sama daginn, einmitt þegar starfsfólkið í fyrir- tækjum hans var að fara heim úr vinnu, lifði það augnablik, sem það mun aldrei gleyma. Inn á torgið við Ráðhúsið í Disneylandi þrammaði Disneylandhljómsveitin, sem taldi 16 meðlimi og raðaði sér upp undir pipartrjánum í hvítu einkennisbún- ingunum sínum og með fjaður- skreyttu hattana í sama stíl og ríkti meðal lúðrasveita á dögum Sousa, konung marsanna. Barið var lágt á trumbur. Síðan kvað við lúðraþyt- ur, og fáninn á háu fánastönginni var dreginn niður ofur hægt. Síðan lyfti hljómsveitarstjórinn, Vesey Walker ofursti, sem var 73 ára, tón- sprota sínum að nýju. Og svo bár- ust tónar lags úr „Gosa“ út yfir torgið á þessum milda vetrardegi. Það var eins og ljóð þetta væri sjálfur kjarninn í lífi Walts Disneys: Þegar þú horfir á stjörnurnar og óskar þér einhvers, þá skiptir það engu máli, hver þú ert. Þér mun veitast hvað eina, sem hjarta þitt þráir. Árið 1955 hafði Walt borizt bréf frá konu einni í Tennesseefylki. Hún sagði, að hún og fjölskylda hennar fylgdust alltaf með vikulegum sjón- varpsþætti Disneys, en í einum hinna nýrri þátta hafði Walt ein- mitt verið að lýsa fyrirætlunum sínum um stofnun og starfrækslu Disneylands. Því var líkt farið með 11 ára gamlan son hennar og mill- jónir annarra barna. Hann lét í ljósi þá von, að einhvern tíma gæf- ist honum tækifæri til þess að heim- sækja Disneyland. En það átti ekki að opna Disneyland fyrr en eftir nokkra mánuði, og drengurinn átti ekki svo langan tíma til stefnu. Hann þjáðist af blóðkrabba. Móðir hans spurði því Disney í bréfi sínu, hvort nokkur möguleiki væri á því, að draumur drengsins hennar gæti rætzt. Walt gekk tafarlaust frá öllum undirbúningi að ferðalagi drengsins og heimsókn í Disneyland. Svo kom fjölskyldan laugardagsmorgun einn, mörgum vikum áður en hin opin- berlega opnunarathöfn skyldi fara fram. Aðalstræti og miðtorgið í Disneylandi hafði ekki enn verið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.