Úrval - 01.12.1971, Side 122

Úrval - 01.12.1971, Side 122
120 ÚRVAL hellulagt, og enn var verið að leggja gangstíga, tyrfa grasbletti, reisa palla og fullgera „landslagið" i Dis- neylandi. Lestin, sem var % hlutar af venjulegri lestarstærð, stóð enn ómáluð inni í skýli sínu. En Walt skipaði svo fyrir um, að eimreiðinni og kolavagninum skyldi rennt út á teinana þrátt fyrir það. Drengur- inn klöngraðist upp í eimreiðina, og Walt tók sér stöðu við hlið hans sem eimreiðarstjóri. í tvo tíma samfleytt ferðuðust þeir fram og aftur um teinana í eimreiðinni. Það var ekki búið að leggja alla teinana, svo að þeir urðu að gera sér að góðu hluta af þeim. Einu sinni sá einn af starfs- mönnum Disneys eimreiðina stanza langt úti við sjóndeildarhringinn. Vinstri handleggur Walts lá ofan á herðum drengsins, en með hægri hendinni benti hann í allar áttir. Hann benti drengnum á alla þá hluta svæðisins, sem voru ófull- gerðir enn, og hann skýrði honum frá hugmyndum sínum og draum- um. Hann sagði honum frá ýmsum furðuverkum, sem höfðu jafnvel ekki enn séð dagsins ljós í teikni- stofunum hvað þá í raunveruleik- anum. Hann sagði honum frá Regn- bogahellunum, Eyju Tuma litla Sawyers og Reimleikahúsinu. Walt hafði kosið að deila þessum leyndu draumum sínum með barni, sem mundi aldrei lifa það að sjá þá rætast. En þeir, sem höfðu séð Walt leika hvert hlutverk í Mjall- hvíti, vissu, að sýningar, sem hann var að lýsa fyrir drengnum, voru alveg eins greinilegar og lifandi og raunveruleikinn yrði þegar draum- arnir rættust. Þannig minnast vinir Walts Disneys hans, draumsjóna- mannsins og töframannsins, sem varðveitti alltaf töfraheim bernsk- unnar í hjarta sínu og hug. Ég var að ræða við mann, sem var að sækja um stöðu á skrifstofunni hjá okkur. Ég spurði hann að ,því, hvernig honum litist á, að hafa konu fyrir húsbónda. Hann hikaði við að svara, en svo brosti hann og sagði: „Ja, ég býst, að mér mundi finnast það mjög heimilislegt.11 Anna Louis. Vani: Hlekkir hinna frjálsu. Ambrose Bierce. Starfsmenn fyrirtækis eins í Bretlandi hótuðu að gera verkfall, ef sökudólgur sá, sem hafði hvað eftir annað gert alls konar vitleysur við launaútreikning starfsmannanna, væri ekki rekinn. Fyrirtækið lét undan og rak sökudólginn, þ.e. tölvuna. Nú eru mann- legir bókhaldarar teknir við starfi tölvunnar að nýju, og allir eru ánægðir.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.