Úrval - 01.12.1971, Qupperneq 122
120
ÚRVAL
hellulagt, og enn var verið að leggja
gangstíga, tyrfa grasbletti, reisa
palla og fullgera „landslagið" i Dis-
neylandi. Lestin, sem var % hlutar
af venjulegri lestarstærð, stóð enn
ómáluð inni í skýli sínu. En Walt
skipaði svo fyrir um, að eimreiðinni
og kolavagninum skyldi rennt út á
teinana þrátt fyrir það. Drengur-
inn klöngraðist upp í eimreiðina, og
Walt tók sér stöðu við hlið hans
sem eimreiðarstjóri.
í tvo tíma samfleytt ferðuðust
þeir fram og aftur um teinana í
eimreiðinni. Það var ekki búið að
leggja alla teinana, svo að þeir
urðu að gera sér að góðu hluta af
þeim. Einu sinni sá einn af starfs-
mönnum Disneys eimreiðina stanza
langt úti við sjóndeildarhringinn.
Vinstri handleggur Walts lá ofan á
herðum drengsins, en með hægri
hendinni benti hann í allar áttir.
Hann benti drengnum á alla þá
hluta svæðisins, sem voru ófull-
gerðir enn, og hann skýrði honum
frá hugmyndum sínum og draum-
um. Hann sagði honum frá ýmsum
furðuverkum, sem höfðu jafnvel
ekki enn séð dagsins ljós í teikni-
stofunum hvað þá í raunveruleik-
anum. Hann sagði honum frá Regn-
bogahellunum, Eyju Tuma litla
Sawyers og Reimleikahúsinu.
Walt hafði kosið að deila þessum
leyndu draumum sínum með barni,
sem mundi aldrei lifa það að sjá
þá rætast. En þeir, sem höfðu séð
Walt leika hvert hlutverk í Mjall-
hvíti, vissu, að sýningar, sem hann
var að lýsa fyrir drengnum, voru
alveg eins greinilegar og lifandi og
raunveruleikinn yrði þegar draum-
arnir rættust. Þannig minnast vinir
Walts Disneys hans, draumsjóna-
mannsins og töframannsins, sem
varðveitti alltaf töfraheim bernsk-
unnar í hjarta sínu og hug.
Ég var að ræða við mann, sem var að sækja um stöðu á skrifstofunni
hjá okkur. Ég spurði hann að ,því, hvernig honum litist á, að hafa
konu fyrir húsbónda. Hann hikaði við að svara, en svo brosti hann og
sagði: „Ja, ég býst, að mér mundi finnast það mjög heimilislegt.11
Anna Louis.
Vani: Hlekkir hinna frjálsu.
Ambrose Bierce.
Starfsmenn fyrirtækis eins í Bretlandi hótuðu að gera verkfall, ef
sökudólgur sá, sem hafði hvað eftir annað gert alls konar vitleysur
við launaútreikning starfsmannanna, væri ekki rekinn.
Fyrirtækið lét undan og rak sökudólginn, þ.e. tölvuna. Nú eru mann-
legir bókhaldarar teknir við starfi tölvunnar að nýju, og allir eru
ánægðir.