Goðasteinn - 01.03.1968, Blaðsíða 21

Goðasteinn - 01.03.1968, Blaðsíða 21
SVO þú hafir til skiptanna.“ Ég vissi það ekki þá né skildi, hve mikið ég átti ömmu minni að þakka, en svona var hún ævinlega góð og hugsunarsöm. Mér var orðið funheitt og leið ágætlega. Ég greiddi blessuðum brúðunum mínum, fléttaði þær og batt svo hárborða um flétturn- ar, færði þær síðan úr og lét þær sofna. Þetta var alltaf unaðslegt verk, og það lá einstaklega vel á mér. Nú hvíldi Villi sig, settist á kassann, og ég sá, að hann var mjög hugsi. Ég tók bók og fór að lesa, passaði að trufla ekki Villa. Það var alltaf svo hátíðlegt að sjá hann, þegar hann sat svona og hugsaði. Ég komst líka að því snemma á barnsævi minni, að Villi hugsaði aðeins gott, þess vegna mundi líka svipur hans svo heiður. Ég var orðin níu ára, las og skrifaði mikið, og einnig reiknaði ég talsvert. Tvær bækur gaf pabbi mér, meðal annarra, á þessum árum, sem gagntóku huga minn, en þessar bækur voru: Leikföng og Mjallhvít. Gat ég loks þulið þær eftir minni, svo voru þær mér hugstæðar og með köflum minnilegar. En þó að þessar bækur væru ágætar, átti ég annað, sem pabbi gaf mér og sem mér þótti ennþá vænna um, li.tla, svarta reikningstöflu. Hún var mitt mesta uppá- hald. Og þar sem ég átti hana með allri eign, var ég töluvert montin af henni. Auðvitað gaf pabbi mér líka krít til þess að reikna með, og er mér nú í minni, hve ánægð ég var með sjálfa mig, er ég reiknaði hvert dæmið af öðru. Við systkinin tókum það oft fram, að það að eiga með allri eign væri að eiga hlut eða hluti svo, að þar ættu aðrir ekki tilkall til. Reikningstaflan mín var alltaðeina og stóru töflurnar, sem pabbi reiknaði á í skólanum, aðeins miklu minni, Já, mér varð tíðlitið á töfluna mína, hún var svo lítil og nett og fór svo mætavel þarna á norðurveggnum, þar sem hún hékk, rétt vestrí horninu. Stundum setti ég upp dæmi eftir merkjum, eins og ég sá pabba gera í skólanum, og þótti mér mikils um vert að horfa á dæmin svona vel upp sett, þegar ég var komin upp í rúm á kvöldin. Þetta hefur verið mont, bæði hvað mig snerti og töfluna. Ég komst að því, að á þetta varð engum starsýnt nema mér. Ekkj talaði ég um það við neinn, en ég fann oft til þess, að lampaljósið Goðasteinn 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.