Goðasteinn - 01.03.1968, Blaðsíða 76
Ásum ruddist með miklum ofsa fram undir brúnni. Ásakvíslar (3)
voru bakkafullar, svo hestarnir losnuðu snöggvast við botninn í
einni þeirra. Þá var Geirlandsá ein eftir af vatnsföllum, sem gátu
orðið mér farartálmi. Hún var viðsjál í vexti og mörgum hvimleið.
Sjaldan hef ég séð Síðuheiðar eins fagrar og í þetta sinn. Vatns-
miklir lækir bugðuðust þar eins og siifurbönd um brekkur og hjalla,
sums staðar með regnbogalitum í sólskininu.
Geirlandsá var með fjöruborði en þó svo mikil, að mér fannst
vissara að fela mig Skjóna, sem ég bar nú ótakmarkað traust til.
Áin er straumþyngri en ætla mætti af því einu að líta yfir hana,
og hjá mér varð hún nær því í herðatopp.
Sagnir herma, að 18 manns hafi farizt í Geirlandsá, en allt hefur
það gerzt fyrir mína daga. Líklega hafa umrenningar, sem voru að
leita sér bjargar, helzt týnt þar tölunni.
Már viidi það til óhapps í förinni yfir ána, að Stjarni kippti
taumnum úr hendi minni og fylgdi með svipan mín, vinargjöf, silf-
urbúin mcð ágröfnu fangamarki mínu. Þótti mér það skaði, þótt
svipu notaði ég raunar aðeins við fjárrekstur og í smalamennsku.
Lausu klárarnir fóru á sund og komu að landi góðan spöl sunnar
en við Skjóni. Dýpst í árstraumnum gerði ég tilraun með að snúa
Skjóna við og þá stóð eigi á honum. Eflaust hefur hann vitað, að
öllu var þar óhætt.
Brotið á Geirlandsá var að lögun sem hálfur hringur og sást allt
vel. Skjóni þræddi það vandlega nema rétt austast, þar fór hann
beint að bakkanum.
Mér brá vel í brún, þegar ég kom til hestanna, því þar heimti
cg svipuna mína. Hún loddi við tauminn á Stjarna. Svipuskaftið
hafði runnið eftir taumnum annarsvegar, ólin hinsvegar og allt
stoppað við tippið á taumnum. Þannig kcmst ég heill og skaða-
laus frá öllu og ríkari að trú á handleiðslu guðs, sem maður þreyf-
ar svo oft á í lífinu.
Skammt austan við Geirlandsá. í Prestsbakkavelli, mætti ég
tveimur bxndum úr Landbroti, Guðmundi í Dalbæ og Oddi í Nýja-
bæ, báðum svolít'ð hýrum. Þá furðaði á því, að ég skyldi fara ána
á syðra vaðinu og spurðu, hvort ég heíði sloppið sundlaust. „Hún
var þó ófær þarna í morgun," sögðu þeir. Þrautavaðið á Geir-
74
Goðasteinn