Goðasteinn - 01.03.1968, Blaðsíða 59

Goðasteinn - 01.03.1968, Blaðsíða 59
Ölafur Björnsson fæddist hinn 14. nóv. 1915 að Kirkjubóli í Vestmannaeyjum. Stóð að honum dugmikið menningarfólk traustra ættstofna. Foreldrar hans voru hjónin Jónína Þórhallsdóttir kenn- ari og Björn Hermann Jónsson skólastjóri. Ólafur ólst upp í Vest- mannaeyjum, Hjarðarholti í Dölum og á ísafirði, en á þessum stöð- um kenndi faðir hans og stjórnaði ýmsum skólum um langan aldur. Ólafur óx því upp í menningarlegu umhverfi og þroskaðist í and- rúmsiofti náms og menntunar frá fyrstu árum. Hann hóf ungur skólagöngu heima hjá foreldrum sínum. Því næst lá leiðin suður til Reykjavíkur, þar sem hann stundaði nám í Menntaskólanum og iauk stúdentsprófi 1936. Árið eftir sigldi hann svo til útlanda og stundaði nám í efnafræði og fleiru við háskólann í Stokkhólmi um þnggja ára skeið. Árið 1939 sneri Ólafur alkominn heim, því að þá gerði heimsstyrjöldin síðari erfitt fyrir um frekara nám við hinn erlenda háskóla. Lagði hann þá fyrir sig kennslustörf um allmörg ár og fórst það einkar vel úr hendi. Hann kenndi við gagnfræða- skólann og iðnskólann á Isafirði 1993-41, við gagnfræðaskólann í Vestmannaeyjum 1941-43 og aftur við skólana á ísafirði 1943-47. Á þessum árum kenndi hann einnig í Hafnarfirði um tíma og ef til vill víðar. Síðast á kennsluárunum hóf Ólafur að lesa læknisfræði við Háskóla Islands. Sótti hann námið af kappi og dugnaði, sem jafn- an einkenndi öll hans störf. Hann lauk kandidatsprófi árið 1952 og vann næstu misseri sem læknir á Landspítalanum í Reykjavík. Síðan gerðist hann héraðslæknir, fyrst í Súðavík við Isafjarðardjúp 1954—56 og því næst á Hellu í Rangárþingi frá 1956 til æviloka. Ólafur Björnsson var vitur maður, fjölmenntaður og fróður með afbrigðum. Nokkuð fékkst hann við ritstörf og birtust eftir hann allmargar greinar í blöðum og tímaritum. Einnig þýddi hann bók- ina, Á morgni atómaldar, sem út kom árið 1947. En sakir margs konar annríkis í daglegum störfum, sinnti Ólafur ritmennsku og öðrum hugðarefnum miklu minna en efni stóðu til. Hann var að eðlisfari vísindamaður, gjörhugull og nákvæmur. Þeir eiginleikar hans komu að sérlega góðu gagni í læknisstarfinu, sem hann rækti af trúmennsku og samvizkusemi í hvívetna. Hann naut lika mjög mikils álits stéttarbræðra sinna og var oft fulltrúi Læknafélags Is- Goðasteinn 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.