Goðasteinn - 01.03.1968, Blaðsíða 86

Goðasteinn - 01.03.1968, Blaðsíða 86
fyrir mig og nágrannakonu, sem átti skilvindu en engan strokk, og voru teknar af honum margar skökur, sjálfsagt milli 20 og 30 kg. Ég sagði þá við grannkonuna: „Nú megum við kallast búkonu- legar að taka svona oft og mikið af stroknum.“ Nú í dag er allt hægara, þó aðeins þurfi að strokka, þær anna því hrærivélarnar. Smjörgerðin var erfitt verk. Þó ekki væru margar kýr hjá pabba, þá bætti það í búi, að alltaf var fært frá, og sauðarjóminn var drjúg- ur. Mamma mín fór oft á fætur með sól um sláttinn, meðan þau voru ein við heyskapinn, til þess að vera búin að strokka, þegar hún átti að fara að mjólka kýr og ær. Ekki kölluðu það allir að strokka, t.d. var gamall bóndi, sem kvartaði yfir verk í handleggjunum og sagði: „Það er ljóta verkið að skaka,“ ég heyrði hann aldrei nefna það annað og eins fleira gamalt fólk, sem ég rétt man eftir. Svo voru það áfirnar, sem þóttu svo góðar til drykkjar og voru það líka. Umsögninni um þær hefði mátt fylgja gamla vísan: Þrír eru hlutir, það ég veit, sem þíða gjörir rekka: kakan heit og konan feit og kaldar áfir að drekka. Ég man ekki fyrr eftir mér en ég lærði þetta af mömmu minni. Þær tolldu nokkuð vel í minni þessar gömlu vísur, þó yrkisefnið væri oft ekki mikið. Ég er hrædd um, að þessi atómljóð lærist ekki eins fljótt. Svo var það strokkfroðan. Ég læt fylgja þessu vísu um froðu- át, sem sýnir, að fullmikið kapp gat orðið við það: Mér var boðið margt að sjá, manndyggðin þó sofi: Ot af froðu flugust á feðgarnir á Hofi. Eyjólfur Eyjólfsson hreppstjóri á Hnausum í Meðallandi skrifar: Gaman var að lesa í Goðasteini um gamlan sveitunga og vin, Jón á Lyngum. 84 Goðasteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.