Goðasteinn - 01.03.1968, Blaðsíða 70
cru liðin frá þessum atburði, en ég man hann eins og hann hefði
skeð í gær.
Sagt er, að til hafi verið hestar, sem sjálfir þræddu vöð á vötn-
um, héldu brotinu hefðu þeir farið það áður. Fengi þá hvorki
straumur né annað hnikað þeim, svo lengi sem þeir náðu til botns.
Að þeir tækju ráð af mönnum við þær aðstæður, hafði ég þó ekki
heyrt getið um; það lærði ég í ferðinni. Satt að segja gat ég ekki
feilt mig við það, að hestar væru látnir sjálfráða í vondum, vand-
förnum vötnum og trúði því ekki, fyrr en vitur hestur tók af mér
ráðin.
Hestur þessi var brúnskjóttur að lit, ættaður úr Öræfum og alinn
þar upp af Þorsteini Guðmundssyni, er lengi bjó í Skaftafelli, þar
sem Skeiðará „talar ein við sjálfa sig,“ og hún mun hafa skólað
Skjóna í því að vaða og velja vötn.
Hólmsá getur orðið flugvatn í hitum og rigningum á sumrum.
Lengi eftir hlaupið 1918 bar hún fram ógrynni af ösku og vikri,
einkum þó í regni, því af nógu var að taka við eldhúsdyr Kötlu.
Flaut þá oft svo mikið á ánni, að lítt eða eigi sá vatn, utan þar
scm mcst var straumkast. Hurfu þá og flest einkenni rennandi
vatns. Brot varð naumast eða ekki greint, svo eigi var viðlit að
leggja í vatnið.
Fyrri hluta sumars 1919 voru málaðar brýrnar á Hverfisfljóti og
Brunná í Fljótshverfi. Gerði það maður frá Reykjavík, Valgeir
Jónsson að nafni. Hann hélt til hjá okkur á Maríubakka, meðan
hann vann að þessu. í minn hlut kom að flytja hann til Víkur í
Mýrdal. Þrjá hesta þurfti til ferðarinnar, einn undir föggur Val-
geirs.
Við vissum, að Hólmsá var vond yfirferðar, oftast slarkfær,
stundum ófær, einkum er á leið dag. Var því betra að hafa trausta
hesta að heiman. Pabbi lagði til, að við fengjum að láni brún-
skjótta hestinn, sem við vissum, að var vanur vötnum, og það var
heillaráð, eins og fleira, sem pabbi lagði til mála. Við góðan dreng
og mikinn greiðamann var að eiga um þetta, þar sem var Helgi
Bjarnason bóndi á Núpum. Hann lánaði okkur óðar hestinn, sem
þá var fjórtán vetra, að mig minnir. Þótti nú betur horfa, ef Hólmsá
ygldi sig eitthvað.
68
Goðasteinn