Goðasteinn - 01.03.1968, Blaðsíða 36
stétt við bæinn úr grjóti, sem hann bar að, oft við ljós á kvöldin.
Séra Bjarni hafði þá nýlega byggt bæinn og flutt hann til á annan
stað frá þeim, er áður var hann.
Anna, kona Stefáns, fór í vist til bóndans, sem hóf búskap á
jarðnæðinu, sem þau Stefán flosnuðu upp frá. Börn þeirra tvístr-
uðust í ýmsar áttir. Tvö þeirra dvöldust í Lóni til æviloka, Margrét
og Guðmundur. Þau giftust ekki né eignuðust afkvæmi, voru vinnu-
hjú alla sína ævi og fengu gott orð fyrir tryggð og trúmennsku.
Greinileg merki báru þau um skort og vanlíðan í uppvexti; það
sást á vaxtarlagi og kom fram í vinnu, sem einkenndist meira af
seiglu en þreki.
Mestan hluta ævinnar voru þau í Volaseli. Þar andaðist Guð-
mundur 1917, talinn 63 ára. Margrét andaðist 1933, 82 ára. Anna
móðir þeirra andaðist einnig í Volaseli 1882 sem sveitarómagi,
með 180 fiska meðlagi. Banameinið talið „ellikröm“. Hún var þá
66 ára.
Ævilok Stefáns urðu þau, að hann varð úti á ferð í Nesjum, 31.
október 1880; var seint á ferð, sem oftar, og einn síns liðs. Þá tal-
inn 62 ára, niðursetningur hjá Eiríki Jónssyni bónda í Hlíð, með
óvenju háu meðlagi, 350 fiskum. Hámark venjulegra meðlaga var
þá 240 fiskar. Hvað valdið hefur, er ekki gott að segja, kann vera,
að Stefán hafi þótt of værukær og fáskiptinn um heimilisstörf.
Þannig lauk ævi þessa einstæða manns, sem í móðurætt var 5.
maður frá Jóni biskupi Vigfússyni og 3. maður í föðurætt frá Lár-
usi Scheving klausturhaldara á Munkaþverá.
Eitt af börnum Stefáns, scm ekki hefur verið getið, var Guðný.
Hún mun hafa alizt upp hjá skyldfólki sínu í Nesjum og varð fyrri
kona Jóns bónda Benediktssonar í Árnanesi. Synir þeirra voru Vil-
mundur bóndi í Árnanesi og Lúðvík búfræðingur í Reykjavík.
Lýkur hér þessum molum, sem ég hef tínt saman um þennan
kynlega kvist.
Skráð 1965. Hcimildir: Manntöl í Stafafcllssókn, Sóknarlýsing Einholts, Fjölnir,
8. ár, Hreppsbækur Bæjarhrepps, munnmælasagnir.
34
Goðasteinn