Goðasteinn - 01.03.1968, Blaðsíða 77
landsá var inni á aurum og það höfðu bændurnir farið um morg-
uninn. Ég sagði sem var, að sundlaust hefði ég sloppið, en mér
leizt ekki allskostar vel á reiðskjóta þeirra og bætti því við: „Það
er bara verst með brotið, því fara verður á móti straumi mikinn
hluta þess, og væri ég í ykkar sporum, færi ég inn á aura.“ Þessu
teiddist Guðmundur og sagði: „Heldur þú, strákpjakkur, að okkur
sé ófært það, scm þú kemst, við skulum sýna þér það.“ Um leið
sló hann undir nára og þeysti burt, en Oddur varð eftir. Þegar
Guðmundur sá það, sneri hann við, dró upp hjá sér flösku, saup
vel á, rétti að Oddi og mælti: „Gefðu svo drengnum, ef hann vill,
nann meinar þetta vel.“ Honum var þá runnin öll þykkja til mín
fyrir ráðlegginguna og varð fyrir að spyrja mig í þaula, hvaðan ég
væri, hvað ég héti og hvaðan ég kæmi m.a. Ég leysti úr spurn-
Mgum hans. Varð hann þá hugsi andartak og sagði svo: „Fórstu
etnn yfir Hólmsá?“ Ég játaði því. Skein þá fyrst út úr honum van-
trúin en sagði síðan: „Þú ert ekki allur þar sem þú ert séður, að
komast þetta, án þess að drepa þig, þar er þó enga smásprænu um
að ræða.“ Félagi hans tók undir það, en var annars málfár. Guð-
tnundur talaði því meir, minntist við flöskuna á milli og sagði með-
nl annars: „Líklega ert þú efni í vatnamann, ef þú gætir þín.“
Ekki reiddist Guðmundur því, þó ég hafnaði víninu, en sagði:
„Það er rétt hjá þér, vín er eitur, þó við kallarnir setjum það í
okkur stundum. Þegar ég kvaddi þá félaga, bað Guðmundur fyrir
kveðju til pabba frá Gvendi í Dalbæ. Það gerði Oddur einnig.
Þeir tæmdu síðan flöskuna, köstuðu henni frá sér og hvöttu gæð-
mgana með stefnu inn á aura. Þótti mér gott til þess að vita.
Nú var skammt að Keldunúpi. Þar bjó vinafólk okkar, Bergur
Jónsson og Guðný Brynjólfsdóttir. Þau lögðu fast að mér að dvelj-
ast yfir nóttina, því mjög var liðið á daginn, en eigi vildi ég það,
nú styttist leiðin óðum, og ég var heimfús. Ég áði hestunum góða
stund og fékk sjálfur ágætis máltíð hjá þeim góðu hjónum, Bergi og
Guðnýju, sem jafnan voru mér sem foreldrar, er ég minnist með
þökk cg í kærleika.
Aftanljómi. sólar skein yfir Síðuheiðum, er ég fór frá Keldunúpi,
cg heim kom ég laust eftir háttumál.
Goðasteinn
75