Goðasteinn - 01.03.1968, Blaðsíða 15
skúr sr. Páls Pálssonar. Vegnaði henni vel og kom fram fjórum
ungum. Dvaldist öll fjölskyldan í Vík til 8. sept. ,en hvarf þá.
Krossnefurinn varpti hér 1966. Hinn 6. júlí sá ég hjón í trjá-
garði bak við hótelið í Vík. Bandaríkjamenn, sem með mér voru,
fullyrtu eftir háttalagi fuglanna að þeir ættu hreiður í grennd,
en ekki gátum við fundið það. Fjórum dögum síðar kom ég aft-
ur í garðinn og sá hjónin þá og með þeim þrjá unga, sem varla
virtust fullfleygir. Hálfum mánuði síðar sá ég hópinn aftur, en
ekki eftir það.
Þetta er í stuttu máli að segja um landnemana síðan um 1920.
Flestir una hag sínum vel og ílendast. Aðrir hafa horfið eftir
sumardvöl og ekki komið aftur.
KOMUDAGAR FARFUGLA
Þegar sólin er allverulega farin að hækka göngu sína á útmánuð-
um, vitum við að vorið er í nánd. En sennilega er fleirum eins
farið og mér, hvað sem tíð og birtu líður, þá er það fyrst
viðurkenning þess að vorið sé komið, þegar maður vaknar við
söng farfuglanna á morgnana. Þótt stundum andi kalt og grænu
stráin láti bíða eftir sér, þá er söngur þeirra samt óræk stað-
festing fyrirheita vorsins um birtu og yl. Allt frá því að ég var
smásnáði hef ég af áhuga fylgzt með komu farfuglanna, en þvf
miður á ég ekki til öruggar heimildir um komudaga þeirra hér
í nágrennið nema frá 1954. Síðan hef ég árlega bókað komudaga
ellefu tegunda farfugla og eru það þeir fuglar, sem hægast er
fyrir mig að fylgjast með.
Það væri geysimerkur fróðleikur, sem fengist um farfuglana,
ef cinn maður í hverri sveit skráði komudaga þeirra og skrárn-
ar væru síðan sameinaðar á einn stað. Þá fengist t. d. úr því
skorið, hvar að landinu hver tegund kæmi og hvað dreifing
þeirra um landið tæki langan tíma. Ég hcf borið saman athug-
anir okkar Hálfdans Björnssonar á Kvískerjum. Við það kom f
Ijós, að næstum undantekningarlaust verður hann var við spör-
fuglana sem næst þremur til fjórum dögum fyrr en ég verð þeirra
var hcr í Mýrdal. Sýnir það að yfirleitt má reikna með, að þeir
komi fyrst að suðausturströndinni.
Goðasteinn