Goðasteinn - 01.03.1968, Blaðsíða 9
ÞÁTTUR FUGLA
í MATBJÖRG MÝRDÆLINGA
Allt fram að síðustu áratugum var fýll og lundi alldrjúgur hluti
í matföngum Mýrdælinga og enn í dag munu þeir ekki svo fáir,.
er fáan mat taka fram yfir fýlungann, þegar hann síðari hluta
ágústmánaðar, feitur og fullvaxinn, leggur upp í sína fyrstu ferð,
sem alloft verður líka hin síðasta. Mikið af unganum neyðist til
að setjast áður en hann hefur að ná til sjávar, og vart er það
sannur Mýrdælingur, er stenzt þá freistingu að slátra fýlunga,
sem á leið hans verður, plokka hann, sjóða og eta. Ef til vill
finnst ókunnugum lítil veiðifremd eða mannúð í því að ráða af
dögum fugl, sem setzt hefur á jörð og ekki nær sér aftur á loft.
En við erum þessu vanir frá barnsaldri og enn mun elda eftir
svo að segja í blóði okkar arfur frá þeim tíma, þegar fýllinn var
það meginafl, sem drýgst reyndist til að bægja hungurvofunni frá
dyrum margra fátækustu heimilanna í Mýrdal. Bezt sýnir það,
hverjum tökum sú tilbreyting hefur náð á hugum fólks, að fyrsta
helgin sem fýlunginn var á borðum var ávallt nefnd fýlahelgi og
sunnudagurinn fýlasunnudagur, sem var átjándi sunnudagur í
sumri.
Fram undir 1940 var hér í Mýrdal sigið í flest þau björg, sem
fýllinn verpti í, og unginn tekinn á bælunum, áður en hann tók
að hafa sig til ferðar. En laust fyrir 1940 komu upp í Vestmanna-
eyjum nokkur sjúkdómstilfelli af hinnj svo nefndu fýlaveiki, er
stafaði af smiti frá fýlungum. í nokkur ár höfðu Færeyingar orðið
fyrir barðinu á henni, og hafði hún þar valdið allmörgum dauðs-
föllum. Þegar þessa vágests varð vart hér á landi, var bann lagt
við því að taka fýlunga úr bjargi, og lögðust þá fýlaferðir í björg
niður, flestum Mýrdælingum til skapraunar. Var þar með úr
sessi fallinn sá þáttur í búskaparsögu Mýrdælinga. Það var nú
víst líka bannað að taka fýlungann, sem flaug úr hreiðri og sett-
ist á jörð, en það bann mun ekki alltaf hafa verið haldið í heiðri
og nú afnumið, enda fyrir löngu að engu haft.
Tími sá, er fýlungaveiðar stóðu yfir, var ætíð nefndur fýla-
tími og hafður til viðmiðunar um gang á slætti. Hann hófst
þriðjudaginn eftir sautjándu sumarhelgi og stóð með flugtíman-
Goðasteinn
1