Goðasteinn - 01.03.1968, Blaðsíða 22
var oflangt frá töflunni minni á kveldin, mér þótti birtan ekki
nógu skær á kjörgripnum mínum.
Nú las ég sögu í Leikföngum um það, þegar Héðinn og Hulda
vilitust í bylnum. Ég vatnaði ævinlega músum, þegar ég las um
villu litlu systkinanna.
Pabbi gekk um gólf, amma spann og Villi hélt áfram að hugsa.
Allt í einu kallar hann til pabba og segir: „Stefán!“ Pabbi sneri
sér sem skjótast við og kom til Villa. „Sjáðu til,“ segir Villi, „hér
vantar mig spýtu. Hcldurðu að við hefðum nokkur ráð?“ „Ég
veit ekki,“ svaraði pabbi, „í svipinn man ég ekki eftir nokkurri
spýtu. Þarf ckki að vera gott í henni?“ „Jú, það þarf að vera hart,
gott efni í hcnni,“ sagði Vilii. „Já, ég þykist sjá það,“ sagði pabbi.
Og nú þögðu þeir báðir um stund. En þá datt pabba snjallræði í
hug. Hann var ætíð fljóthuga og gætti þess nú. „Hvernig væri að
taka dálítinn renning af töflunni þarna, mundi það ekki vera nokk-
uð góður viður í þetta?“ „Töflunni?“ spurði Villi, og ég fann,
hvernig hann grannskoðaði töfluna. „Já, töflunni,“ endurtók pabbi,
„hún er alveg jafngóð, þó þú sagir lítinn rcnning af henni.“ Og
pabbi gekk léttum skrcfum að töflunni, tók hana niður og færði
Villa. „Þetta er ágætur viður í þessari töflu,“ sagði Villi. „Það
má auðvitað alveg eins reikna á hana eftir sem áður,“ bætti hann
við. Og svo mældu þeir báðir það, sem saga skyldi af þessum
dýrgrip mínum.
Ég hafði vcrið að lesa, eins og áður er sagt, en nú leizt mér
ekki á blikuna og mjakaði mér hægt undir sængina, og þaðan
hlustaði ég með reiði og skelfingu á þau örlög, sem biðu litlu,
yndislegu töflunnar minnar. En þá fyrst, er sögin sargaði, hágrét
ég, niðurbæld, undir sænginni. Blessuð taflan mín, hvernig mundi
hún líta út eftir þessa meðferð? Þetta var ljótt af pabba, að benda
Villa á töfluna. Og ekki einu sinni spyrja mig leyfis. Ég átti hana
þó með allri eign.
Ósköp fannst mér ég eiga bágt. Loks hafði ég mig í það að
kíkja undan sænginni. Þarna stóð pabbi, rétt hjá Villa, ánægður
á svipinn. Feginn að hafa leyst svo vel úr þörfum Villa, svo hann
gæti nú lokið smíðinni. Og Villi, hann var að saga - og pomp!
taflan mín var dottin í tvennt.
20
Goðasteinn