Goðasteinn - 01.03.1968, Blaðsíða 85
Raddir lesenda
Góð vinkona Goðasteins, frú Þorbjörg Þorsteinsdóttir á Rauðbálsi,
skrifar:
„Ég þakka vel fyrir síðasta hefti Goðasteins. Það er skemmtilegt
eins og fyrri heftin. Ég er nú orðin svo gömul, að ég er farin að
vera bókavönd, gleypi ekki allt eins og á unglingsárum. Mér finnst
líka svo margt af þessum nýja samsetningi lélegt, enda eðlilegt,
að ungt fólk, sem leggur í að skrifa sögur, mótist af þeirri samtíð,
sem það lifir í, og lífsleiðinn skín oft í gegnum allt rallið og hávað-
ann. Margt blessað unga fólkið vantar oft það, sem mestu máli
skiptir, þó það hafi nóg af veraldargæðum, ýmiskonar lærdómi og
léttri vinnu.
Mig langar til að minnast aðeins á þáttinn um bullustrokkinn
í síðasta hefti. Ég hafði nú gaman af, hversu vel og nákvæmlega
smjörgerðinni var lýst en sagði þó við sjálfa mig: „Það er nú ekki
svo sérlega gamalt starf að strokka, aðeins tæplega ár liðið, síðan
ég strokkaði síðast á minn gamla buliustrokk." Já, auðvitað á ég
strokk og ekki mjög gamlan, því Guðmundur heitinn á Brekkum,
síðast í Vík, gaf mér hann rétt eftir að ég byrjaði búskap. Gamli
strokkurinn hennar mömmu var þá orðinn fúinn og lekur.
Svo kom mjólkursalan til sögunnar, og nýi strokkurinn minn
hafði það rólegt, aðeins tekinn fram öðru hvoru, og ég mátti vera
á verði, að hann gisnaði ekki um of. Þess er skammt að minnast,
að Jökulsárbrúin bilaði og mjólk okkar Mýrdælinga komst ekki út
í mjólkurbú í nokkur mál. Þá kom strokkurinn minn í góðar þarfir
Goðasteinn
83