Goðasteinn - 01.03.1968, Blaðsíða 63
cn þegar Kristján sparkaði í strákinn, hvarf hann, og hefir hans
aldrei orðið vart síðan, hvorki af mér né öðrum. Ég var í vinnu
fram um jól, cins og vant var. Allt gekk vel, og vér urðum einskis
framar varir. Áður en vér fórum heim, gengum vér vandlega frá
skipinu og hvolfdum því inni í djúpu nausti á milli tveggja ann-
arra skipa og bárum á það sig og grjót. En um vorið, er ég vitjaði
þess aítur, var það fokið langar leiðir burtu og allt mölbrotið í
spón, en við hinum skipunum hafði ekkert haggað.
Seinna frétti ég, að Sveinn þessi í Felli hefði átt gamlan kunn-
ingja einhvers staðar vestur í Vcstfjörðum, sem kenndur var við
kukl, og gert sér ferð til hans um sumarið og fengið hann til að
gera mér einhverjar glettur. Svo gat það ekki orðið kraftugra en
þetta, þegar til kom.
-O-
Guðmundur Ólafsson var mesti merkisbóndi, hægur og stilltur
jafnan. Hann var faðir Davíðs prófasts, föður Ólafs heitins Dav-
íðssonar fornfræðings. Einnig var hann afi Guðmundar Magnús-
sonar læknis í Reykjavík. Guðmundur bjó allan sinn búskap á
eignarjörð sinni og mun hafa andazt þar um 1860.
Þegar ég var unglingur reri ég hjá honum eina haustvertíð. Sagði
hann mér þá sögu þessa. Aldrei kvaðst hann hafa orðið var við
annað, sem hann gat ekki skilið í, enda var hann enginn bábilju-
eða hjátrúarmaður, en þessu heyrði ég, að hann trúði fyllilega.
-O-
Goðasteinn á það að þakka velvild dr. Sigurðar Nordal, að geta birt þessa sögu.
Höfundur hennar, Sigurður J. Jóhannesson, var fæddur 1841. Hann bjó um skeið
í Mánaskál en flutti til Kanada 1873 og varð þekktur borgari í Winnipeg, þar
sem hann dó 1923. Hann var skáldmæltur, og var ljóðabók hans gefin út í
Wirrnipeg 1915.
Goðasteinn
61