Goðasteinn - 01.03.1968, Blaðsíða 81
Crumbeck á Lambafelli var grasafróður og litunarmeistari, en
annars er fátt um hann vitað.
Seinni maður Sigríðar í Hlíð hét Árni Ólafsson. Dóttir Sigríðar
°g Ólafs gamla, Sigríður (f. 1680), giftist Magnúsi Brandssyni lög-
réttumanni á Raufarfelli undir Eyjafjöllum. Dóttir þeirra, Vigdís,
giftist Jóni ísleifssyni lögréttumanni í Selkoti. Frá þeim er hin fjöl-
rnenna Selkotsætt. Sigríður, eldri, dóttir þeirra giftist Þorleifi Sig-
urðssyni lögréttumanni á Hofi í Öræfum. Dóttir þeirra, Þórunn,
'giftist Árna Árnasyni frá Svínafelli, er nefndur var „hinn sterki“,
sonar-sonar-sonur Sveins Jónssonar, er kallaður var „ríki“ í Svína-
felli, og fyrri konu hans, Vilborgar Árnadóttur, Pálssonar klaustur-
haldara á Skriðuklaustri, Björnssonar sýslumanns á Burstafelli og
Þuríðar Árnadóttur sýslumanns á Eiðum, er átti að ömmu Margréti
ríku á Eiðum, sem oft er getið í austfirzkum sögnum. Þau Þórunn
°g Árni dóu í bólunni 1786. Dóttir þeirra, Sigriður, var þá tveggja
ára. Sigríður átti Þórarin Sveinsson, Ulugasonar á Kvískerjum og
Vilborgar Gissurardóttur lögréttumanns á Fagurhólsmýri, Nikulás-
sonar, Guðmundssonar prests í Einholti. Sonur þeirra, Árni bóndi
á Hofi, giftist Steinunni Oddsdóttur frá Búlandsnesi, Gunnlaugs-
sonar, Oddssonar ríka lögréttumanns á Búlandsnesi og Papey, Jóns-
sonar í Melrakkanesi, Guðmundssonar.
Sigríður dóttir Árna og Steinunnar giftist Jóhanni Johnsen út-
vegsbónda í Frydendal í Vestmannaeyjum, syni Jörgen Johnsen
kaupmanns í Flensborg og á Papós og Guðfinnu dóttur sr. Jóns
Austmanns á Ofanleiti. Sonur Sigríðar og Jóhanns, Gísli Johnsen
kaupmaður og útgerðarmaður í Vestmannaeyjum, giftist Ásdisi
Gxsladóttur kaupmanns í Vestmannaeyjum, Stefánssonar stúdents
í Selkoti, sem var sonarsonur Jóns ísleifssonar lögréttumanns. Sig-
ríður dóttir Gísla og Ásdísar giftist Ástþóri Matthíassyni cand. jur.
og forstjóra, syni Matthíasar kaupmanns frá Móum á Kjalarnesi,
Þórðarsonar. Móðir Matthíasar var Ástríður systir sr. Matthíasar
Jochumssonar. Þór sonur Sigríðar og Ástþórs er giftur Marlaugu
Einarsdóttur, Illugasonar. Móðurfaðir Marlaugar er ísleifur Jóns-
son frá Steinum, bróðir Sveins í Völundi, og er þar enn ein grein
Selkotsættar. Dóttir þeirra Þórs og Marlaugar heitir Sigríður, hin
áttunda með því nafni í ættinni á 400 ára tímabili.
Goðastcinn
79