Goðasteinn - 01.03.1968, Blaðsíða 71
Árla morguns lögðum við af stað með Skjóna undir farangri
Valgeirs. Sagði pabbi, að við skyldum ekki taka Skjóna til ann-
ars, utan með þyrfti, en engin ákvæði voru um það frá Helga.
Raunar var Skjóni fremur stirður til reiðar, harðgengur nokkuð, þó
sæmilega viljugur. Við lögðum upp í fegursta veðri, og hafði það
haldizt undanfarna daga. Áformið var að komast að Hrísnesi urn
kvöldið. Komum. við þangað um náttmálabil. Þá bjuggu þar sóma-
hjónin Jón Pálsson og Elín Árnadóttir - og gera enn, að ég bezt
veit. Þau tóku okkur mcð miklum ágætum, og þótti mér eigi síður
vænt um, hve vel var að hestunum búið, því á miklu valt með, að
þeim liði vei, þá stuttu tíma, er þeir nutu hvíldar í ferðalögum.
Frá Hrísnesi sást vcl til Hólmsár, þar sem hún valt fram dökk af
vikurösku og jökulleðju og var sem daufan sjávarnið til hennar
að heyra. Eigi kvað Jón bóndi ána þá færa vestur en kannske aust-
ur, því þá væri mikið undan straumi að fara, „en hún verður góð
á morgun,“ bætti hann við, okkur til huggunar. Jón kvað gott brot
á ánni og hefði það haldizt í nokkra daga. Það gæti þó farið, er
niinnst varði, og mjótt væri það og vandfarið, öngri skepnu líft,
ef út af bæri. Svo mikið var í ánni, að eigi sá ég brotið, þó Jón
segði mér glöggt legu þess og sæi það eflaust, enda nauðkunnugur
staðháttum.
Næsta morgun fór sem Jón hafði sagt. Mikið hafði minnkað í
ánni um nóttina og sást vel brotið, er virtist næstum með um-
rnerkjum. Þó kvað Jón eitthvað hafa skafið ofan af því á kafla,
miðsvega. Yrði þar að sjálfsögðu eitthvað dýpra, annars færi áin
undir kvið. Reyndist þetta rétt, þegar til kom.
Við Valgeir komum að Hólmsá kl. 7 um morguninn. Flaut þá
sem ekkert á henni af vikri, en vatnið var þykkt sem rjómi af
jökulleðju. Þykkar rastir af vikri og ösku meðfram ánni sýndu
hver býsn af vatni runnu þar fram með köflum. Nú var Hólmsá
aðeins um 100 m að breidd, en brotið er fara varð, þar á mót um
300 m, að Valgeir sagði, og mundi hann nær um að fara, vanur við
smíði brúa og mælingu vatna við þau verk. Brotið hafði stefnu
útnorður landsuður. Yfir það rann áin rétt á hásuður. Má af því
marka, hve andstreymt var vestur að sækja.
Sunnan við brotið breytti Hólmsá stefnu og rann rétt samhliða
Goðastemn
69