Goðasteinn - 01.03.1968, Blaðsíða 89
Flyt ég það með fréttum vöndum,
foldu hrings ég tel,
þó auðlegð ekki hafi í höndum
hér ég uni vel.
Sverrir Magnússon og Erasmus Árnason bændur á Grímsstöðum
voru saman í fjöruferð, ásamt Jóni á Lyngum. Jón fór einn ein-
hvern part fjörunnar. Ekki er getið um reka, nema það, að Jón
fann flösku eina, tóma, sem hann tók og stakk í vasa sinn. Hann
þóttist vita, að þeir Grímsstaðamenn mundu verða spurulir og
hugsaði sér að svara þeim ekki beinum orðum. Þegar þeir hitt-
ust spurði Sverrir mjög ákaft: „Fannstu nokkuð rekið?“ Jón lét
lítið yfir en segir þó:
Fann glerhöll fyr mundar mjöll,
margur sóa kjörði.
Ljót voru spjöll, því iðrin öll
í hana vanta gjörði.
Loks eru hér tvær vísur, sem ég lærði af Jóni, er við, ásamt
fieirum, vorum á ferð austur yfir Mýrdalssand á heimleið frá Vík.
Þá var gamli maðurinn ofurlítið ör af smáatlotum við þá hálsmjóu.
Ríkur:
Þér um hauður Herrann bauð,
hafnið dauðadyggð ótrauð.
Af þínum auði bít út brauð,
að bæta snauðum hungurnauð.
Fátækur:
Fróns um hlað ef fátækt að
fellur skaði, ei harma það.
Gæzkuhraður gefur það,
guð, þér maður þarftu hvað.
Ég held, að í þessum hendingum sé nokkuð glögg mynd af innra
manni Jóns Ásmundssonar, sem vissulega var góður fulltrúi sam-
tíðar sinnar. Með beztu kveðju til Goðasteins.
E. S.
Godasteinn
87