Goðasteinn - 01.03.1968, Blaðsíða 44

Goðasteinn - 01.03.1968, Blaðsíða 44
dag kom ég að Hrólfsskála. Þar var ég tvær vertíðir og fékk ég í kaup 18 krónur fyrir hvora vertíð. Mér féll mjög vel við hjónin í Hrólfsskála, Pétur og Guðlaugu. Náttúrlega urðu mér á ýmsar skyssur, og segir þá Pétur með mestu rólegheitum við okkur strákana, en við vorum tveir til snúninga: „Þetta eigið þið nú að sjá, þið eigið ekki að láta þurfa að segja ykkur þetta.“ Ég festi mér í minni þessi orð, og ég held, að ég hafi haft gott af þeim þó þau væru ekki fleiri. í Hrólfsskála fékk ég nóg að borða og átti gott atlæti. Vinnan var að fara til Reykjavíkur á hverjum degi með mjólk í ákveðin hús. Farartækið var smávagn, álíka og barnakerra, og dró ég vagninn eða ýtti honum á undan mér. Mjólkin var í flöskum og einum brúsa og mældi ég úr honum með þar til gerðu máli. Einnig fór ég með rauðmaga, þegar hann fór að veiðast, og fór hús úr húsi og bauð hann fyrir io til 12 aura stykkið. Það var í einni af mjólkurferðum mínum til Reykjavíkur, ég var að fara vcstur Túngötuna og dró á eftir mér vagninn. Gatan var dálítið brött, oft blaut og þar eftir óslétt, allt í einu missi ég vagn- inn úr höndum mér, fer hann á hvolf og öll mjólkin í götuna. Mér varð mjög illa við en gat ekkert að gert, og varð ég að fara heim við svo búið og var víst heldur óburðugur, er ég kom inn í eld- húsið og scgi minni góðu húsmóður mínar farir ekki sléttar. Hún tók því mjög rólega og vítti mig ekkert heldur hughreysti mig. Eitt af því, sem við strákarnir vorum látnir gera, var að veiða grá- sleppu og rauðmaga, cg fór Pétur með okkur til að byrja mcð. Eitt sinn segir Pétur okkur, að nú ætli hann að láta okkur vitja um netin en sjálfur segist hann verða í landi að gera við veiðarfæri með Jóni á Bakka og muni þeir sjá til okkar. Ég held að Jón á Bakka hafi verið mágur Péturs, báðir gamlir sjógarpar. Jón var gamansamur og ég heid mesti glæringi. Nú fórum við og tókum bátinn og komumst á flot, finnum duflið, drögum netin og fáum dálitla veiði, leggjum svo netin aftur, og þá var næst að róa í land. En þá hvessir allt í einu og eigum við alveg beint á móti. Við vor- um óvanir og kunnum ekki sem bezt áralagið, rerum sinn á hvort borð cg gckk lítið, en samt komumst við í vörina og þóttumst meiri menn fyrir. Þegar í land kom segir Pétur að þeir hafi ætlað 42 Goðasteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.