Goðasteinn - 01.03.1968, Blaðsíða 87
Mjög sakna ég Ólafs Björnssonar læknis á Hellu. Hann var góð-
ur kunningi okkar hér á Hnausum. Faðir hans, Björn Hermann
Jónsson, var félagi minn í Flensborg. Ég kynntist Ólafi svo vel og
hafði svo góðar spurnir af honum, að mér finnst Suðurland verða
að mun fátækara við fráfall hans.
Helgi Hatmesson frá Sumarliðabœ skrifar svo á síðasta ári:
Grípi ég til Goðasteins
gleður hann mig — að vonum -
Eru mér þó til augnameins
eyðurnar í honum.
Þessi staka hraut eitt sinn upp úr mér. Undarlegt er hve illa mér
■er við eyður á blöðum bóka. Líklegast er að ég sé endurfæddur.
Var kannski fyrrum pennapuði, sem alltaf vantaði pappír að pára
á: - Nema úrelt, ættlæg nýtni eigi þátt í þessu. Nú þorir enginn að
nefna sparsemi. Þó mætti minna á, að pappír er afar dýr, og oft
hefur gjaldeyri vantað á Islandi. Hitt er þó öliu alvarlegra, hve
mjög er nú stundað að gera bækur fyrirferðarmeiri en þarf og má.
i*essi íslenzki oflátungsháttur leiðir til þess, að hillur fólks fyllast
fyrri en vera þyrfti. Húðþykkur pappír, breiðar blaðrendur og ó-
þarfar eyður á blöðum flýtir allt fyrir þessu.
Gaman hef ég af Goðasteini - og hlakka alltaf til eins og krakki,
þegar von er á honum. Rangæskur héraðsrembingur minn á ef til
vill þátt í því - þó valda verðleikar nokkru. Þær leyna á sér gæð-
'um greinar gömlu Goðasteinshöfundanna. - Kannski það verði
þeirra grcinar, sem gera Goðastein eftirsóttan, þegar fram líða
stundir. Þeir hafa, sem von er, frá sumu að segja, sem yngri kyn-
slóðir sáu hvorki né reyndu.
Fú Guðný Helgadóttir í Ytri Ásum í Skaftártungu skrifar:
Eina útgáfu af sögunni um manninn, sem „ekki mátti vaða“, sagði
mér bóndi vestur í Kjós, nú um sjötugt:
Fólk var að fara til kirkju, þar á meðal stúlka og piltur, sem
•átti að pússa saman í messunni. Á var í leiðinni, sem ferja þurfti
yfir. Ekki tókst þá betur til en svo, að hin væntanlega brúður datt
úr bátnum, en kærastanum féllust hendur svo gjörsamlega, og
Goðasteinn
85