Goðasteinn - 01.03.1968, Blaðsíða 12

Goðasteinn - 01.03.1968, Blaðsíða 12
hér í Mýrdal um og fyrir síðustu aldamót, má nokkuð marka af þeim orðum, er Sigríður Jakobsdóttir, sem lengi bjó á Gilj- um, lét falla við mig, er hún í hárri elli ræddi um liðin bú- skaparár. Orð hennar voru á þessa leið: „Þrennt var það auk guðs, sem hjálpaði okkur Jóni mínum að koma börnunum okkar til manns. Það voru kýrnar, kálgarðarnir og fýllinn, og hans hlut- ur held ég að hafi verið mestur.“ ÞÁTTUR FUGLA I ÖRNEFNUM Þegar litið er yfir örnefnaskrár víðsvegar að af landinu, blasir fljótlega við, að mörg örnefni eru tengd fuglaheitum og það jafn- vel nöfn heilla fjarða, stöðuvatna og bæja. Sömu sögu er að segja hér úr Mýrdalnum. Hér er bær, sem heitir Álftargróf. Lítið stöðu- vatn er hér á heiðum norður, sem Gæsavatn heitir og lækurinn úr því nefnist Gæsaá. Úti fyrir Dyrhólaey eru Mávadrangur og Lundadrangur og þurfa nöfn þeirra lítt skýringa við. Hrafnatind- ur er áberandi bjargstrýta norðaustur af Vík. Þessi nöfn munu vera mjög gömul, þar sem ég hefi rekizt á þau í allgömlum heimildum. Sama mun að segja um örnefnin Andakelda og Anda- kíll hér á mýrunum í Mið-Mýrdal. Yngri munu örnefni eins og Fýlanef, Fýlaskora og Fýlalág. Benda heitin til að þar hafi fýl verið skipt að loknum sigum. En fræðimenn telja að fýll hafi ekki farið að verpa hér á fasta- landinu fyrr en um eða eftir aldamótin 1700. Verður því að á- lykta að þau örnefni, sem kennd eru við fýlinn, séu til orðin á 18. og 19. öld, og að t. d. Fýlanef, sem eru nokkur að tölu, séu á þeim slóðum, þar sem hann fyrst fór að verpa. Um örnefni eins og Krummaklett og Fálkanef er erfitt að segja aldur, einkum ef þau eru ekki tengd landamerkjum jarða og því ekki komizt á gömul skjöl sem ýmis önnur forn örnefni. Ein er sú tegund örnefna, sem erfitt er að ákvarða, hvort kennd eru við fugl eða mann. Það eru örnefni, sem kennd eru við örn, þar sem karlmannsnafnið Örn hefur fylgt íslenzku þjóðinni allt frá landnámstíð. Nokkur slík örnefni eru til hér í Mýrdal, svo sem fjallið Arnarstakkur á suðausturbarmi Heiðardals, og Arnar- drangur á fjörunni austan við Dyrhólaey. 10 Goðasteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.