Goðasteinn - 01.03.1968, Blaðsíða 16
Fyrsti farfuglinn, sem kemur, er tjaldurinn, þótt deila megi
víst um, hvort hann skuli teljast farfugl. Þegar hann hefur látið
til sín heyra, fer ég ætíð að svipast eftir skógarþrestinum. Aðeins
hefur það borið við, að hann hafi orðið á undan tjaldinum að
heilsa upp á mig, en flest árin hefur tjaldurinn orðið á undan og
oftast koma þeir síðustu dagana í marz eða fyrstu dagana í
apríl. Næst eftir þeim hafa gæsir og heiðlóur skipzt á að koma.
Þess má geta að ávallt hef ég séð fyrstu gæsahópana koma fljúg-
andi úr austri. Fmginn farfugl hefur reynzt mér eins stundvís og
stelkurinn. Síðan 1954 hef ég séð hann fyrst frá 16. til 20. apríl,
fimm árin hinn 19. og ávallt að morgni dags. Oft hef ég séð
hann fyrst sitjandi á sama girðingarstólpanum við dýjavæsu
neðan við túnbrekkuna hjá mér.
Þá eru það blessaðir litlu fuglarnir, maríuerlan, þúfutittling-
urinn og steindepillinn, sem oftast koma í síðustu viku apríl.
Venjulega er þúfutittlingurinn fyrstur þeirra, en steindepillinn
síðastur, þó á því hafi orðið nokkrar tilfærslur. Auk þeirra fugla,
sem að framan greinir, hef ég skráð kjóa, spóa og jaðrakan,
sem venjulega hafa ekki sézt hér fyrr en í byrjun maí. Allir
hafa þeir átt sammerkt með það að vera mjög óstundvísir um
komudag.
Eins og ég gat um í upphafi þessa kafla hef ég aðeins skráð
reglulega þessar fuglategundir, þar sem hægast hefur verið að
fylgjast með þeim. Annars staðar á landinu er ef til vill auð-
veldara að fylgjast með öðrum tegundum. Við sjávarsíðuna er
sennilega auðveldara að fylgjast með sandlóu og sendling og ef
til vill öðrum tegundum. En segja má, að lítt sé meiri fróð-
leikur í því að vita um komudaga fugla heldur en fardaga þeirra
að hausti. En það er nokkru erfiðara og veldur mestu, að ég
hef lítið fylgzt með þeim, að oftast hef ég verið að heiman all-
an birtutíma dagsins um það leyti, sem fjöldinn af þeim fer. Þó
get ég fullyrt, að fyrst fer tjaldurinn, oftast í byrjun september,
en skógarþrösturinn síðastur, venjulega ekki fyrr en undir eða
um miðjan nóvember eftir tíðarfari. 1 þessum kafla hef ég látið
nægja að gera stuttan samanburð og ekki skráð mánaðardaga í
14
Goðasteinn