Goðasteinn - 01.03.1968, Blaðsíða 41

Goðasteinn - 01.03.1968, Blaðsíða 41
glugganum var rúm byggt inn í vegginn, eins konar lokrekkja, þótt ekki væri hægt að draga fyrir hana. I þessu rúmi átti Þórunn að sofa og bæði börnin hjá henni. Að kvöldi hins fyrsta dags á Urðum fór Þórunn fram í stofu roeð börn sín. Hún klæddi þau úr hverri spjör og lagði þau í rúm- 'ð og háttaði síðan sjálf hjá þeim. Hún talaði síðan litla stund við börnin og lét þau lesa bænirnar sínar og slökkti síðan ljósið. Sofn- uðu börnin brátt, en Þórunn vakti og lét hugann reika. Tungls- ljós var, og gerði allbjart í stofunni. Þegar Þórunn hefur vakað ein litla stund, verður hún þess vör, að stofudyrnar opnast og inn gengur maður, sem hún lýsti eigi gjör. Setur nú að henni nokkurn ó- hug, en maðurinn gengur rakleitt að rúmi hennar og segir: „Þú skalt ekki vera hrædd, því að ég geri þér ekki mein. En við erum sjö og eigum heima hérna í skálanum.“ Skáli sá var hinum megin við bæjardyrnar, andspænis stofunni. Þegar maðurinn hafði þetta mælt, gekk hann út um stofudyrnar sömu leið og hann kom. Þórunn furðaði sig mjög á þessum fyrirburði og datt í hug, að vera kynni draumur, þótt hún þættist vakandi. Mundi hún þá eftir því, að hún hafði berháttað börnin, og hugsaði með sér, að ef hún fyndi nú, að þau væru nakin í rúminu hjá henni, þá væri hún sannarlega vakandi. Þuklaði hún nú á börnunum og fann að þau voru nakin. Ekki bar fleira til tíðinda, og sofnaði Þórunn brátt og svaf til morguns. Þegar komið var á fætur, fór Þórunn með börn sín til baðstofu og settist að morgunkaffi með heimafólki. Sigurhjörtur bóndi spurði hana, hvernig hún hefði sofið. Lét hún vel yfir, en sagði síðan fyrir- burð sinn, eins og hér er sagt frá. Þegar Sigurhjörtur heyrði þetta, kímdi hann við og mælti: „Þetta þykja mér merkileg tíðindi, því að þau munnmæli fylgja þessum stað, að hér hafi einhvern tímann á fyrri öldum verið drepnir sjö menn, og hafi þeir allir verið jarð- aðir þar sem skálagólfið er nú.“ Ekki hafði Þórunn heyrt þá sögu fyrr, og fannst nú bæði henni og öðrum mikið til um það, sem fyrir hana hafði borið. Þórunn var nckkrar nætur á Urðum eftir þetta og svaf í rúminu í stofunni, eins cg ekkert hefði í skorizt. Ekki vitjuðu þeir skála- gólfsbúar hennar upp frá þessu. Úr safni dr. Sigurðar Norda).. Goðasteinn 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.