Goðasteinn - 01.03.1968, Blaðsíða 90
Þolraun
Oddur Oddsson, Eyjólfssonar, Þórarinssonar, byrjaði búskap á
Rauðabergi í Fljótshverfi en bjó síðan lengi í Mörtungu, harð-
fengur maður og þrekmikill. Einu sinni, sem oftar, fór hann til
sauða fyrri hluta vetrar inn í Lambatungur í Mörtungu. Beint á
móti þeim er djúpt gil. Gilbarmurinn er mun hærri suðvestan-
megin. Þar var Oddur að eltast við sauði, missti fótanna í klak-
aðri brúninni og hrapaði langan veg niður gilið. Hann missti
meðvitund í fallinu og raknaði við litlu seinna, þar sem hann lá
á ísnum á læknum, sem rann eftir gilinu. Oddur reis brátt upp og
náði í stöng sína, er lá þar rétt hjá. Hann var þrekaður og mátt-
farinn. Honum tókst að komast upp úr gilinu að réttinni. Þar fann
liann dauðan sauð og ætlaði að draga hann undir réttarvegginn.
Hægri hönd hans var þá máttvana. Oddur ætlaði þá að grípa til
vinstri handar, en sama máli gegndi um hana. Viðbein Odds
voru þá brotin í báðum öxlum. Meira var hann skaddaður eftir
fallið. Heim komst Oddur hjálpariaust. Var það klukkustundar
ganga í öllu venjulegu og mjög ógreiðfær leið. Annar dauður
sauður varð á leið hans. Bráðapest gekk þá nærri sauðfé í Mör-
tungu.
Oddur lá lengst af vetrinum og náði heilsu. Bústýra hans, Halla
Stefánsdóttir frá Selkoti, og unglingsdrengur, Magnús að nafni,
önnuðust ein um fjárhirðingu þann tíma.
Skráð eftir Eiríki Skúlasyni frá Mörtungu.
88
Goðasteinn