Goðasteinn - 01.03.1968, Blaðsíða 90

Goðasteinn - 01.03.1968, Blaðsíða 90
Þolraun Oddur Oddsson, Eyjólfssonar, Þórarinssonar, byrjaði búskap á Rauðabergi í Fljótshverfi en bjó síðan lengi í Mörtungu, harð- fengur maður og þrekmikill. Einu sinni, sem oftar, fór hann til sauða fyrri hluta vetrar inn í Lambatungur í Mörtungu. Beint á móti þeim er djúpt gil. Gilbarmurinn er mun hærri suðvestan- megin. Þar var Oddur að eltast við sauði, missti fótanna í klak- aðri brúninni og hrapaði langan veg niður gilið. Hann missti meðvitund í fallinu og raknaði við litlu seinna, þar sem hann lá á ísnum á læknum, sem rann eftir gilinu. Oddur reis brátt upp og náði í stöng sína, er lá þar rétt hjá. Hann var þrekaður og mátt- farinn. Honum tókst að komast upp úr gilinu að réttinni. Þar fann liann dauðan sauð og ætlaði að draga hann undir réttarvegginn. Hægri hönd hans var þá máttvana. Oddur ætlaði þá að grípa til vinstri handar, en sama máli gegndi um hana. Viðbein Odds voru þá brotin í báðum öxlum. Meira var hann skaddaður eftir fallið. Heim komst Oddur hjálpariaust. Var það klukkustundar ganga í öllu venjulegu og mjög ógreiðfær leið. Annar dauður sauður varð á leið hans. Bráðapest gekk þá nærri sauðfé í Mör- tungu. Oddur lá lengst af vetrinum og náði heilsu. Bústýra hans, Halla Stefánsdóttir frá Selkoti, og unglingsdrengur, Magnús að nafni, önnuðust ein um fjárhirðingu þann tíma. Skráð eftir Eiríki Skúlasyni frá Mörtungu. 88 Goðasteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.