Goðasteinn - 01.03.1968, Blaðsíða 61
■Sigurður J. Jóbannesson frá Mánpskál:
Sending
Saga Guðmundar bónda Ólafssonar
á Vindhæli 1856
Þegar ég var ungur maður, reri ég vanalega vor- og haustvertíðir
til fiskjar úti á Hafnabúðum á Skaga, eins og þá var títt. Svo var
það eitt sinn snemma vors, að ég tók mér ferð á hendur yfir á
Hornstrandir til að kaupa mér fiskibát. Mér gekk vel ferðin yfir
um, og átti ég þar kaup við mann þann, er Sveinn hét (Dagsson)
bónda að Felli í Norðfirði og keypti af honum sexæring, allgott
skip. Okkur samdi vel, og gengu kaupin greiðlega. Svo bjóst ég til
heimferðar og setti bát minn á flot og átti ekki annað eftir en
kveðja Svein, sem stóð þar í fjörunni. Þá tekur hann til máls og
s.egir: „Seglið var ekki í kaupinu, ég krefst því að fá aukaborgun
fyrir það, ef þú vilt hafa það með.“ Þetta var gamall skautasegls-
ræfill, sem ég ætlaði aðeins að reyna að nota á heimleiðinni. Ég
kvaðst hafa skilið svo, að það hefði verið með í kaupinu og átt
að fylgja skipinu, en hann þverneitaði því og kvaðst lýsa mig þjóf
að seglinu, ef ég tæki það án sérstakrar borgunar. Út úr þessu
ukust stælur og orðahnippingar allsnarpar okkar í milli, þar til
karl var svo reiður orðinn, að hann æddi fram og aftur um fjör-
una froðufellandi af vonzku. Hafði hann þá í frammi hinar grimm-
ustu heitingar við mig. Fleygði ég þá seglræflinum í hann og hélt
af stað mína leið og tókst ferðin ágætlega vel heim. Síðan hélt ég
Goðasteinn
59