Goðasteinn - 01.03.1968, Blaðsíða 50
eða á hestum. Ég man, að fólkið kom bæði ofan úr Landsveit og
frá Stokkseyri og Eyrarbakka, 20-30 km leið. Mundi það þykja
erfitt núna. Nú er aðal atriðið að vera nógu duglegur að sitja á
rassinum, í staðinn fyrir að ferðast gangandi og bera oft þungar
byrðar yfir vötn og vegleysur. Það var á þessum árum, að Ólafur
læknir á Þjórsártúni kom að máli við mig og sagði mér, að járn-
smiður í Reykjavík hefði beðið sig að ná í einhvern strák handa
sér til að læra járnsmíði. - Spyr mig hvort ég mundi ekki vilja slá
til og fara til náms hjá honum. Ég kvaðst mundu gefa mig til en
sagði, að ég yrði að fá leyfi hjá foreldrum mínum. Ég fór fram
á það við þau, en ekki þótti þörf á að kenna fólki að vinna á þeim
árum og var þetta ekki ncfnt meira.
Þetta var vorið 1907 og var þá lítið farið að gera að því að
kenna ungum mönnum, annað en það lítilræði sem íarkennararnir
hnoðuðu í mig og aðra. Ég varð að hafa það fyrir mína skóla-
göngu að fara á milli bæja og taka eftir og hafði bezt af því á
stundum. Ég lenti oft á mjög myndarlegum heimilum, t.d. Hrólfs-
skála, Norðtungu, Kirkjubæ, Stóra-Hofi og mörgum fleiri.
Sumarið 1908 byggði faðir minn íbúðarhús á Berustöðum og
vann ég við þá byggingu. Upp frá þessu fór ég að vera við húsa-
smíð á ýmsum stöðum milli Þjórsár og Rangár, einnig í Reykjavík,
en reri á vetrarvertíðum. Á Þjórsártúni var ég með góðum smið-
um, sem ég lærði mikið af, þar á mcðal Sigurþór Ólafssyni, Hirti
Oddssyni og fleirum. Sumarið 1910 brann húsið að Stóra-Hofi á
Rangárvöllum. Þar bjó þá stórbóndinn Guðmundur Þorbjarnarson
og var húsið endurbyggt með breytingum um haustið. Um haustið
hitti ég Sigurþór Ólafsson og bauð hann mér að koma mér í bygg-
ingu hússins að Stóra-Hofi. Tók ég því tveim höndum. Þetta tókst,
ég var sóttur og var á Hofi fram á góu cn fór þá suður í Garð til
að róa. Vorið 1912 fór ég frá Berustöðum og gerðist lausamaður
og ætlaði nú að fara að græða peninga og verða ríkur lausamaður.
Ég fór úr Garðinum og til Reykjavíkur að leita að vinnu, tók Run-
ólf bróður með mér, hann reri á Auðnum á Vatnsleysuströnd.
Gengum við til Reykjavíkur. Við fengum vinnu í Viðey við að bera
á bakinu kol og salt, erfitt og óhreinlegt verk, eta svo eitthvað'
snarl úr tösku og sofa síðan á gólfinu í pakkhúsinu. Rúmfötin voru
48
Goðasteirm-