Goðasteinn - 01.03.1968, Blaðsíða 48

Goðasteinn - 01.03.1968, Blaðsíða 48
hann mig fara af stað með vagnana og gerði ráð fyrir að ná fljót- lega í mig, en ég var kominn austur að Þjórsá, þegar hann náði í mig, um 30 km leið. Ég röiti af stað með vagnatrossuna, vegurinn bæði blautur og grýttur. Ég var að mæta fólki, bæði gangandi og ríðandi, og varð það alveg undrandi á því, að „þetta barn“ væri með stóra lest af hestum og vögnum. Ég mun hafa borið mig manna- lega, cnda dugði ekki annað. Þegar ég var kominn austur að Bitru, fannst mér ég þurfa að láta hestana fá smá hvíld og spennti þá frá vögnunum. Sá ég þá að það fór mjög illa á vögnunum, og hafði varla vit á að hlaða þá, en þá var ég svo heppinn, að til mín kom maður, að ég held frá Hrygg í Flóa, og bauð að hjálpa mér. Þáði ég það með þökkum. Hann hjálpaði mér að laga á vögnunum og spenna hestana fyrir aftur, og fór ég síðan af stað. Þegar ég var að komast austur að Þjórsárbrú kemur Þorsteinn, og er að vanda kátur og skemmtilegur, enda hafði hann fengið einhvern glaðn- ing. Við skiluðum öllu af okkur í bezta lagi. Sá maður, sem fyrstur dó af þessum fjórum, var Jósep á Ás- mundarstöðum, um áttrætt, að ég held. Hann bjó alltaf stóru búi og var mikill ferðamður. Hann fór oft í eftirleitir á Holtamanna- afrétt og lenti þá stundum í vondum veðrum, sem stóðu í fleiri daga. Einhver orti um hann þessa vísu: Jósep frá stöðum Ásmundar, einlægt í lokaferðum var. Seigur að reka sagður er, seint hann á kvöldin tjalda fer. Sigurður sonur Jóseps átti fyrir konu Þuríði Jónsdóttur á Beru- stöðum. Sá Jón var Þórðarson og var bróðir Ólafs í Sumarliðabæ, föður Gunnars kcnsúls í Vestmannaeyjum og þeirra þekktu syst- kina. Mér er Jón á Berustöðum mjög minnisstæður cg allt það fólk. Ég var þar tíður gestur og mikið uppáhald, fékk þar oft bita og copa, scm var vel þegið. Ég heyrði fólk tala um hann sem vel greindan mann, enda var hann oddviti í Holtahreppi hinum forna. Jón var hár maður og vel á sig kominn, með mikið, hvítt hár og gerði að gamni sínu, gleymi ég honum aldrei. 46 Goðasteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.