Goðasteinn - 01.03.1968, Side 48

Goðasteinn - 01.03.1968, Side 48
hann mig fara af stað með vagnana og gerði ráð fyrir að ná fljót- lega í mig, en ég var kominn austur að Þjórsá, þegar hann náði í mig, um 30 km leið. Ég röiti af stað með vagnatrossuna, vegurinn bæði blautur og grýttur. Ég var að mæta fólki, bæði gangandi og ríðandi, og varð það alveg undrandi á því, að „þetta barn“ væri með stóra lest af hestum og vögnum. Ég mun hafa borið mig manna- lega, cnda dugði ekki annað. Þegar ég var kominn austur að Bitru, fannst mér ég þurfa að láta hestana fá smá hvíld og spennti þá frá vögnunum. Sá ég þá að það fór mjög illa á vögnunum, og hafði varla vit á að hlaða þá, en þá var ég svo heppinn, að til mín kom maður, að ég held frá Hrygg í Flóa, og bauð að hjálpa mér. Þáði ég það með þökkum. Hann hjálpaði mér að laga á vögnunum og spenna hestana fyrir aftur, og fór ég síðan af stað. Þegar ég var að komast austur að Þjórsárbrú kemur Þorsteinn, og er að vanda kátur og skemmtilegur, enda hafði hann fengið einhvern glaðn- ing. Við skiluðum öllu af okkur í bezta lagi. Sá maður, sem fyrstur dó af þessum fjórum, var Jósep á Ás- mundarstöðum, um áttrætt, að ég held. Hann bjó alltaf stóru búi og var mikill ferðamður. Hann fór oft í eftirleitir á Holtamanna- afrétt og lenti þá stundum í vondum veðrum, sem stóðu í fleiri daga. Einhver orti um hann þessa vísu: Jósep frá stöðum Ásmundar, einlægt í lokaferðum var. Seigur að reka sagður er, seint hann á kvöldin tjalda fer. Sigurður sonur Jóseps átti fyrir konu Þuríði Jónsdóttur á Beru- stöðum. Sá Jón var Þórðarson og var bróðir Ólafs í Sumarliðabæ, föður Gunnars kcnsúls í Vestmannaeyjum og þeirra þekktu syst- kina. Mér er Jón á Berustöðum mjög minnisstæður cg allt það fólk. Ég var þar tíður gestur og mikið uppáhald, fékk þar oft bita og copa, scm var vel þegið. Ég heyrði fólk tala um hann sem vel greindan mann, enda var hann oddviti í Holtahreppi hinum forna. Jón var hár maður og vel á sig kominn, með mikið, hvítt hár og gerði að gamni sínu, gleymi ég honum aldrei. 46 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.