Goðasteinn - 01.03.1968, Blaðsíða 72
því í einum ál, tiltölulega mjóum og með feikna straumhraða. Var
þar talsverður halli á austur, þar til hálsinn á Hrísnesheiði veitti
viðnám. Úr því var stefna árinnar á ný suðlæg, svo langt er séð
varð, án þess úr henni breiddi að ráði; hverri ófleygri skepnu ófær
og banvæn öllum fiski utan „skötunni", sé hún þá enn lífs, en það
er nú önnur saga.
Áin var ívið dýpst á nokkrum kafla, rétt miðsvegar. Þar náði
vatnið á síðu og hátt á bóghnútu straummegin. Hallinn fram af
brotinu var auðsær á vatnsyfirborðinu. Var sem vatnið rynni þar
niður í dæld, með miklum iðuköstum og auknum hraða austur á
bóginn. Brotið var næstum þráðbeint alla leið, bakka í milli, er.
ótrúlega mjótt, mátti helzt jafnast á við 5-6 m breiðan veg, er yfir
flæddi.
Flestum hestum, er ég þekkti, var gjarnt að hörfa undan, er á
þeim dýpkaði í straumþungu vatni. Urðum við því að hafa góðar
gætur á hestum okkar, þar sem hörkustraumur mæddi á þeim á
brotinu. Eigi var merkjanlegt, að heimahestar mínir, Stjarni og
Rauður, hefðu hugboð um, hvað þeirra biði hlés við brotið, ef út
af því bæri. Skjóni, þar á móti, vissi það, það sýndi sig, áður en
langt um leið.
Vestan árinnar stigum við af baki, því Valgeir vildi hella úr ^
stígvélum sínum, raunar bara öðru, er fyllzt hafði. Mín stígvél voru
hærri, svonefnd hálfhá, svo ég slapp betur. Þegar ég leit yfir ána,
sá ég, að brotið var greinilega merkt: að vestan af kletti í hraun-
jaðrinum, að austan af lækjardragi í heiðarhálsinum. Kletturinn
og dragið báru saman í stefnu við brotið.
Gekk nú ferðin að óskum út í Vík. Þangað komum við á fjórða
tíma e.h. Loft var þá alskýjað, og veðurbreyting virtist í aðsigi.
Ákvað ég því að snúa þegar við, er áð hefði hestunum. Fékk ég hey
handa þeim, því knappt var um góða, nærtæka haga. Af stað lagði
ég kl. 7 um kvöldið. Var þá fallin yfir niðdimm þoka, svo var.la
sá til fóta. Töldu menn það hitauppslátt og myndi létta upp með
morgninum, sem og varð. Margir í Vík löttu mig ferðar, fyrr en að
morgni, sögðu einum manni naumast fært yfir sandinn undir nótt.
Engar fortölur dugðu, því ég var ákveðinn í að vera eigi vestan ^
Hólmsár, ef í henni yxi, og treysti ratvísi hesta minna.
7°
Goðasteinn