Goðasteinn - 01.03.1968, Blaðsíða 51
pokar og tuskur. Þessi vinna entist í hálfan mánuð. Var þá enn
farið að leita að vinnu, og fékk ég hana uppi á Keldum í Mosfells-
sveit. Svaf ég þar í gamalli baðstofu, sem var hálfdottin og glugga-
iaus. Var það líkt og í Viðey. Þegar ég var búinn að vera þar
nokkra daga og vinnan að þrjóta, þá skeður það, að ég fæ boð frá
Sigurþór smið, sem biður mig að koma austur á Rangárvelli að
smíða sem allra fyrst. Það hafði komið mjög harður jarðskjálfti
og hrunið hús á mörgum bæjum. Ég brá fljótt við, fór af stað
austur og kom að Bcrustöðum á þriðja degi, þreyttur og með harð-
sperrur eftir gönguna. Ég fékk mér leigðan hest, sem ég mátti hafa
yfir sumarið, hét hann Móskjóni, ágætur hestur. Ég fór á Skjóna
austur að Selalæk til Sigurðar Guðmundssonar oddvita, en hann
hafði umsjón með útvegun á mönnum til hjálpar, þar sem mest
hafði hrunið. Lét hann mig fara að Kumla í Oddahverfi, og byrjaði
ég þar á litlu húsi og fékk einn mann mér til hjálpar. Þar var ég,
þangað til fólkið gat farið að sofa inni. Þetta var aðeins eitt her-
bergi og bæjardyr og varð varla fokhelt, en látið duga til hausts-
ins. Bóndinn í Kumla hét Ólafur Tómasson. Frá Kumla fór ég að
Brekkum á Rangárvöllum. Þar útbjó ég við baðstofuna dálitla við-
bót. Það var farið á skcmmsta vaði og sparaðir pcningar, enda
ekki alls staðar til heldur. Næst fór ég að Stokkalæk til Egils Jóns-
sonar og gerði þar ýmislegt en engar nýbyggingar. Þaðan að Kirkju-
bæ til Gríms Thorarcnsen. Næsti bær var Foss á Rangárvöllum.
Þangað fór með mér Sigurður á Selalæk, sem átti þá jörð. Hjálpaði
hann mér að koma upp baðstofu. Á Fossi var ég lengi, því ég varð
að klæða baðstofuna að innan. Þaðan fór ég að Svínhaga og var
þar hjá Auðuni Jónssyni i hálfan mánuð, eða víst það. Þar næst
var ég látinn fara að Næfurhoiti. Var þá kominn ágústmánuður.
Þar var ljótt um að litast og ekkert farið að gera, hafði bærinn
hrunið til grunna. Næfurholt stendur við rætur Bjólfells, og hafði
hrunið mikið grjót úr fjallinu, þar á meðal stór björg, sem stefndu
á bæinn, og komu sum björgin að heygarðinum. í Næfurholti bjó
Ófeigur Jónsson ásamt sonum sínum, Ófeigi og Jóni. Sá Jón fór
upp í Landsveit og tók jörðina Vatnagarða, en Ófeigur eldri og
yngri byggja í Næfurholti og var bærinn fluttur fjær fjallinu og
byggt timburhús alveg frá grunni. Þá voru mér sendir tveir smiðir
Goðasteinn
49