Goðasteinn - 01.03.1968, Blaðsíða 14
Mýrdalsins, og á ég þá við landnema, sem tekið hafa sér ból-
festu sem nýir varpfuglar hér síðan 1920. Ég hef á öðrum stað birt
nokkuð af athugunum mínum á breyttu fuglalífi í Mýrdal, en
bæði er, að nokkur tími er síðan og svo hitt, að ekki munu þeir
allmargir, sem það hafa lesið. Það ætti því ekki að koma að sök,
þótt eitthvað af því verði endurtekið hér.
Fyrsti fuglinn, sem byrjað hefur varp hér síðan ég man eftir
er stelkur. Það mun hafa verið rétt eftir 1920, en eitthvað hafði
hann sézt hér fyrr. Til að byrja með voru hér aðeins örfá pör,
cn honum fór að stórfjölga eftir 1945 og nú eru stelkar hér í
hundraða tali á hverju sumri.
Næstur mun sílamávurinn hafa komið. Varð ég fyrst var við
að hann verpti hér 1932, og síðan hefur honum fjölgað jafnt og
þétt. Um líkt leyti kom svo jaðrakaninn hingað, en ég dreg í
efa að hann hafi orpið hér, fyrr en eftir 1940. Honum hefur
ekki fjölgað ört, en mest sá ég af honum í fyrra og í sumar.
Silfurmávur sást hér ekki, svo ég viti, fyrr en nokkru eftir
1950, en nú hefur hann orpið nokkur vor í Dyrhólaey, fjögur til
fimm pör. Trúlega hefur hann orpið suður á brúnum Víkur-
heiðar síðastliðið vor, því að síðsumars sá ég þar nokkra af
honum, bæði fullorðna og unga. Hettumávur sást hér vart eða
ekki, fyrr en undir 1960, en nú er hér orðið allmikið af honum.
Síðsumars í ár voru hér á túnunum „með bæjum“ stundum yfir
150 fuglar svo að segja í einum hóp. Ekki hef ég fundið varp-
staði hans hér, en tel víst að hann verpi á þessum slóðum, því
að mikið hefur verið af ungfugli í hópunum tvö undanfarin
sumur.
Auk framantaldra fugla, sem nú orðið mega teljast mýrdælskir
varpfuglar, má geta súlunnar. Hún verpti á Mávadrangi sumar-
ið 1966 og alls voru þar þá átta eða níu hreiður. Einnig mun
hún hafa orpið þar 1965, en síðastliðið sumar held ég, að ekk-
ert hreiður hafi verið þar. Þá má geta um tvær tegundir flökku-
eða flækingsfugla, sem orpið hafa í Vík í eitt skipti hvor og að-
eins eitt par af hvorri tegund. Voru það landsvala og krossnef-
ur. Af þeim síðarnefnda hygg ég, að verið hafi afbrigðið scotica,
sem heimkynni á í Skotlandi. Landsvalan verpti í Vík 1963 í bíl-
12
Goðasteinn