Goðasteinn - 01.03.1968, Blaðsíða 43

Goðasteinn - 01.03.1968, Blaðsíða 43
Ég var fermdur í Háfskirkju, ég held á réttum tíma. Það var rnikill dagur, þó ekki væri nein veizla. Veturinn eftir var ég látinn fara til Þorlákshafnar til að beita lóðina hjá Eyjólfi Þorbjörns- syni, átti hann heima í Sclvogi. Ég fékk hálfan hlut, átti víst ekki meira skilið, samanborið við þá vönu og duglegu, sem reru á sjó- inn. Næsta vetur var ég heima, en þann næsta, þegar ég var 16 ára, var ég látinn fara suður á Seltjarnarnes að Hrólfsskála og lenti þar á mjög góðu heimili. Húsbóndinn hét Pétur Sigurðsson og konan Guðlaug Pálsdóttir. Suðurgangan hófst í fyrstu viku góu. Var það Brynjólfur Þórðar- son frá Sumarliðabæ, sem var beðinn fyrir mig og að koma mér til skila; sá Brynjólfur var bróðir Tómasar í Hamrahól. Þá var mikil rigning, og man ég, að Brynjóifur sagði, að það væri mikil vit- leysa að fara frá bæ sínum í þessu veðri. Við vorum reiddir yfir Þjórsárbrúna. Pabbi reiddi mig en bróðir Brynjólfs hann. Svo hófst gangan. Það var kominn vegur að nafninu til, cn það kom strax aur í hann í svona veðri. Við bárum föt okkar og nesti, hvíldum okkur við Ölfusá og áfram var svo haldið út í Ölfus. Þá voru allar ár óbrúaðar, og í vexti urðurn við að vaða þær. Svo djúpar voru þær, að þær náðu mér vel í rass. Komumst við að Hveragerði um kvöldið, mikið blautir, a.m.k. var ég það. Þar fengum við að gista. Við Brynjólfur sváfum saman uppi á lofti. Þar var kalt, því engin var upphitunin. Næsta dag var gengið af stað. Éljagangur var og snjókoma. Verst var færðin á Sandskeiðinu, þar var enginn veg- ur, en vatn og krapi. Þá höfðu fleiri bætzt við í hópinn. Fór ég nú að þreytast og dragast aftur úr, en þá taka þeir af mér pokann minn og gekk ég laus, það sem eftir var, niður að Árbæ. Að Árbæ voru margir komnir til að fá þar gistingu, allt gangandi menn, sem voru að fara til sjós. Húsbændur Árbæjar voru þá Eyleifur og Margrét og var reynt að láta fara vel um alla. Síðastan tók Eyleifur mig, fer með mig upp á loft, þar svaf gamall maður undir súðinni. Segir Eyleifur við hann: „Heldur þú, að þú viljir ekki lofa þessum dreng að sofa fyrir ofan þig í nótt, þetta er ekki stærra en lamb.“ Það tókst og svaf ég vel. Næsta dag var farið til Reykjavíkur. Borð- aður miðdagsmatur hjá Jóni Þórðarsyni kaupmanni í Bankastræti. Um nóttina var ég hjá Gísla Jóhannessyni frá Seli í Holtum. Næsta Goðasteinn 4i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.