Goðasteinn - 01.03.1968, Blaðsíða 79
Nú voru gerðar margar tilraunir til að hlaða í Valalæk, en þær
mistókust allar. Sagði Einar á Jaðri um það, að ekki myndi heppn-
ast að hlaða í Valalæk, fyrr en Þykkbæingar kæmu til hjálpar, en
bið varð á því, þar sem Valalækur létti á Fjarkastokk, sem var
fyrir framan engjar Þykkbæinga. Einar lét það fylgja, að færi sú
íteppa úr, sem gerð yrði með hjálp Þykkbæinga, yrði Valalækur
aldrei tepptur. Um síðir varð það, að Þykkbæingar komu Land-
cyingum til hjálpar við að hlaða í Valalæk og þá loks tókst að-
stcmma stigu við honum, og hefur verkið dugað til þessa dags.
Á almanna vitorði var, að Ögmundur í Auraseli stóð í nánu
sambandi við huldufólk og hélt með því hverja nýársnótt. Einu
sinni kom maður til Ögmundar og sá hjá honum mikla hrúgu af
nýveiddum silungi. Hann furðaði sig á því og spurði, hvar þessi
góða veiði hefði fcngizt. Ögmundur svaraði: „1 Vigdísarmynni,“
en það var staður, sem enginn í Landeyjum eða Fljótshlíð kann-
aðist við. Var ætlað, að nafnið og veiðin væri frá byggðum huldu-
manna.
Að mestu eftir sögn Einars Einarssonar frá Berjanesi í Landcyjum.
Nóv. 1967.
Stökur
Gjörvallt betur ganga fer,
gleymist hretið magnað.
Langur vetur liðinn er,
lýðir geta fagnað.
Hefjum fána, byrjum brag.
birtan þrána vekur.
Loftin blána, lengir dag,
loksins hlána tekur.
]■
Goðasteinn
77