Goðasteinn - 01.03.1968, Blaðsíða 27
í upplausn og formyrkvun miðalda var lengi vel minna skeytt
um andleg verðmæti og þar á meðal bókmenningu en verið hafði
fyrrum. En kristnin breiddist út um Evrópu á þessum öldum, og í
kjöifar hcnnar fylgdi ritlist og menning. Prestar og munkar urðu
lærifeður og skrifarar þeirra tíma. Mjög mörg dýrmæt handrit voru
einmitt varðveitt og endurrituð í kyrrð og friði innan múra klaustra
og biskupssetra, þótt utan þeirra geisaði ófriður og hvers kyns villi-
mennska. Munkar höfðu nægan tíma til að vanda sig. Þeir lögðu
gjarna mikla vinnu í hvert handrit. Margir þeirra skrifuðu lista-
fagra hönd og oft skreyttu þeir upphafsstafi með ýmsu útflúri og
teikningum og máluðu með fegurstu litum. Mörg dæmi um ágæt-
an fegurðarsmekk þessara miðaldaritara er að finna í sumum ís-
lenzku handritanna eins og í Flateyjarbók og víðar. En vinnan
gekk hægt á miðöldum við ritstörf sem annað, því að þá hafði
hraðahugtakið lítil ítök í hugum manna. Og fáar voru bækurnar,
sem komu út meðal almennings í þá daga.
Þegar líða tók á miðaldir, var byrjað að skera út í tré ýmsar
myndir, oftast helgimyndir, bera á þær liti og þrykkja þeim síðan
á þann stað, þar sem myndirnar áttu heima í bókinni. Myndamót
þessi mátti svo geyma og nota aftur og aftur í ný afrit eða aðrar
bækur. Þá er talið, að í hinu fjarlæga Kínaveldi hafi verið fund-
in upp eins konar prentlist þegar á 9. öld og að vitneskjan um
hana hafi sennilega borizt til Evrópu, þegar líða tók á miðaldir.
Uppfinning Kínverja var í því fólgin að skera í tré stafi og tákn á
heila blaðsíðu í einu lagi, bera síðan á prentsvertu og þrykkja að
lokum á pappír. Lítillega var prentað í Evrópu með þessari kín-
versku aðferð, t.d. valdir kaflar úr ritningunni og fleira. En sá
galli var á, að jafnskjótt og hver síða var fullprentuð, var tré-
skífan með stöfunum ónýt og skera þurfti út nýja tréskífu fyrir
næstu síðu o. s. frv. Þetta var því mjög seinleg og dýr aðferð við
bókargerð og breiddist lítið út.
Þá var það sem Gutenberg kom til sögunnar og fann upp prent-
listina eins og við þekkjum hana og gerðist þar með einn af mestu
hugvits- og velgerðarmönnum mannkynsins. Uppfinning Guten-
bergs var í því fólgin að skera út lausa bókstafi og raða þeim sam-
an í orð og línur á hverja blaðsíðu fyrir sig. Að lokinni prentun
Goðasteinn
25