Goðasteinn - 01.03.1968, Blaðsíða 6
ÞJÓÐTRÚIN OG FUGLARNIR
Svo marga þætti spennti þjóðtrúin í haldreipi sitt, að ekki gat
hjá því farið að fuglarnir eignuðust þar hlut að máli. Liggja þær
rætur djúpt í liðnum öldum, því að fáar eru þær íslenzkar forn-
sögur, sem ekki geta fugla í sambandi við marga þá fyrirburði,
er boðuðu frásagnarverð tíðindi og mikla atburði. Fáir fuglar
urðu þar fyrirferðarmciri en hrafninn. Þykir mér því hæfa að
taka fyrst til athugunar, hvað mýrdælsk þjóðtrú sagði um þenna
merka fugl og geymzt hefur í minni fram á þenna dag.
Ef hrafninn settist á stein eða staur að morgni dags, ýfði fið-
ur og hristi sig, vissi það á storm og úrkomu, áður en sá dagur
væri allur. En flygi hann hátt og krunkaði léttilega, vissi það
á gott og bjart veður. Ef hrafn settist á heysátu, rifi í hana og
krafsaði, var gefið að lítið hefðist af henni og ekki annað lík-
legra en að hún fyki. En sæti hann kyrr, krunkaði nokkrum sinn-
um og ílygi síðan í átt til bæjar, hirtist hún bráðlega. Ef hrafnar
rifust og flugu hátt, vissi það á vont veður. Væri maður á ferð
eftir dagsetur og heyrði hrafn krunka, án þess að hann yrði fyrir
ónæði í náttbóli sínu, gat sá hinn sami búizt við að eiga ekki
langt líf fyrir höndum.
Væri maður á ferð og hrafn settist skammt frá götu hans,
ýfði sig og gargaði illilega, boðaði það slæmar fréttir þeim, er
fyrir varð, og gjarna bárust honum þær fréttir á sama stað á
bakaleið. Tæki hrafn upp á þvf fyrri hluta vetrar að sitja og
krunka á gripahúsum, var eins víst að ekki sæju allar skepnur
í því húsi vordagana. Eins var, ef hann tók upp á því að vera
hjá sauðfé í haga og láta þar illa. Var þá viðbúið, að eitthvað
fækkaði í hjörðinni. En tæki hrafn upp á því að sitja á baki
sauðfjár eða hrossa, vissi það á slæma tíð og harðindi og jafn-
vel hreinan og beinan felli, er að vori leið. Væri maður að leggja
af stað í fjárleit til heiða fyrri hluta vetrar, var ekki lítið undir
því komið, hvernig hrafninn hagaði sér, þegar nokkuð var kom-
ið frá bæ. Ef maður mætti hrafni, sem kom fljúgandi úr þeirri
átt, er halda skyldi, og hann steinþagði, voru lítil líkindi á að
finna fé. En kæmi hann gargandi, var eins líklegt að maður
fyndi dauða kind. Flygi hann í sömu átt, sem maðurinn hélt, og
4
Goðasteinn