Goðasteinn - 01.03.1968, Blaðsíða 73
Svo var myrkt austur yfir Mýrdalssand um nóttina, mest vegna.
þokunnar, að eigi sá götur af hestbaki. Um sólarupprás birti til og
norðan andvari sópaði þokunni burt. Var ég þá kominn austur
á Loðinsvíknaháls, skerjaklasa austast á sandinum. Á leiðinni frá
Hafursey þangað austur rigndi dálítið úr þokunni. Á sama tíma,
raunar nóttina alla, hafði rignt eystra og því stórfenglegar sem
austar kom. í Skaftártungunni byrjaði að rigna seinnipart, daginn
áður.
Þcgar að Hólmsá kom, brá mér ónotalega, því í henni hafði
vaxið mjög. Víkurbreiða þakti yfirborð vatnsins og brotið sást
eigi. Til árinnar var að heyra sem urg í kömbum eða kvarnarhljóð,.
eins og heyrðist, þegar gömlu handkvörnunum var snúið. Þó suða
þessi væri lágróma, var hún samt þung í eyrum, dularfull og ógn-
vekjandi. Ég starði undrandi út á djúpið, sem vikurbreiðan lá á
líkt og teygjanleg voð, sem hvergi rofnaði, nema þar sem mest
voru iðuköstin.
Ég taldi, að áin hefði hækkað um eitt fet eða vel það, og ljóst
var, að hún var að vaxa. Varð ég því að taka skjóta ákvörðun um,
hvað gera skyldi. Fyrst kom mér í hug syðri byggðin og leiðin yfir
Kúðafljót, en sá um leið, að fjarstæða myndi, að hugsa til þess að'
leggja í þann vatnsflaum margra fljóta. Var þá um tvennt að ræða:
að bíða, þar til í ánni minnkaði, sem gat a.m.k. dregizt til jafn-
lengdar næsta dags, eða leggja í hana. Undan straumi var að fara,
og ég vissi vel, hvar brotið var, svo gæti ég snúið við ef ófært
reyndist. Hafði ég nú í snarheitum hestaskipti og lagði hnakkinn á
Skjóna. Beizlistaum Rauðs festi ég í tagl Stjarna, losaði mig við
svipuna og lagði síðan í óþverrann. Þar scm var þurrt daginn áður,
var nú vel í hné hestunum og hélzt svo æði spöl. Úr því fór að
dýpka, varð í kvið og jafnsnart hátt á síðu, jafnt og hægt dýpkaði.
Vikurinn safnaðist að og valt í haugum með hliðum hestsins.
Brotið passaði ég sem bezt ég gat í stefnu við klettinn og lækjar-
dragið, með því mót þess sáust engin. Fann ég þó fljótt, að Skjóni
hafði einnig gát á því, og þurfti eigi að beina að með honum, þó
straumurinn þrýsti á hann af miklu afli. Furðaði mig á viti hans.
og þó meir síðar.
Þar sem stöðugt varð dýpra og dýpra, ákvað ég að snúa við,.
Godasteinn
7i