Goðasteinn - 01.03.1968, Síða 73

Goðasteinn - 01.03.1968, Síða 73
Svo var myrkt austur yfir Mýrdalssand um nóttina, mest vegna. þokunnar, að eigi sá götur af hestbaki. Um sólarupprás birti til og norðan andvari sópaði þokunni burt. Var ég þá kominn austur á Loðinsvíknaháls, skerjaklasa austast á sandinum. Á leiðinni frá Hafursey þangað austur rigndi dálítið úr þokunni. Á sama tíma, raunar nóttina alla, hafði rignt eystra og því stórfenglegar sem austar kom. í Skaftártungunni byrjaði að rigna seinnipart, daginn áður. Þcgar að Hólmsá kom, brá mér ónotalega, því í henni hafði vaxið mjög. Víkurbreiða þakti yfirborð vatnsins og brotið sást eigi. Til árinnar var að heyra sem urg í kömbum eða kvarnarhljóð,. eins og heyrðist, þegar gömlu handkvörnunum var snúið. Þó suða þessi væri lágróma, var hún samt þung í eyrum, dularfull og ógn- vekjandi. Ég starði undrandi út á djúpið, sem vikurbreiðan lá á líkt og teygjanleg voð, sem hvergi rofnaði, nema þar sem mest voru iðuköstin. Ég taldi, að áin hefði hækkað um eitt fet eða vel það, og ljóst var, að hún var að vaxa. Varð ég því að taka skjóta ákvörðun um, hvað gera skyldi. Fyrst kom mér í hug syðri byggðin og leiðin yfir Kúðafljót, en sá um leið, að fjarstæða myndi, að hugsa til þess að' leggja í þann vatnsflaum margra fljóta. Var þá um tvennt að ræða: að bíða, þar til í ánni minnkaði, sem gat a.m.k. dregizt til jafn- lengdar næsta dags, eða leggja í hana. Undan straumi var að fara, og ég vissi vel, hvar brotið var, svo gæti ég snúið við ef ófært reyndist. Hafði ég nú í snarheitum hestaskipti og lagði hnakkinn á Skjóna. Beizlistaum Rauðs festi ég í tagl Stjarna, losaði mig við svipuna og lagði síðan í óþverrann. Þar scm var þurrt daginn áður, var nú vel í hné hestunum og hélzt svo æði spöl. Úr því fór að dýpka, varð í kvið og jafnsnart hátt á síðu, jafnt og hægt dýpkaði. Vikurinn safnaðist að og valt í haugum með hliðum hestsins. Brotið passaði ég sem bezt ég gat í stefnu við klettinn og lækjar- dragið, með því mót þess sáust engin. Fann ég þó fljótt, að Skjóni hafði einnig gát á því, og þurfti eigi að beina að með honum, þó straumurinn þrýsti á hann af miklu afli. Furðaði mig á viti hans. og þó meir síðar. Þar sem stöðugt varð dýpra og dýpra, ákvað ég að snúa við,. Godasteinn 7i
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.