Goðasteinn - 01.03.1968, Blaðsíða 25
hlusta. Þetta hafði verið góð kennslustund, þar sem pabbi var
nemandinn en Villi kennarinn. Ég sá Villa oft í því hlutverki. Það'
var erfitt að andmæla þessum hógværa og drenglynda frænda
mínum, þegar hann tók svari lítilmagnans, og sízt vildi pabbi
verða til þess.
Og nú lyfti Villi grátþungu höfði mínu, strauk mér blítt yfir
tárvotar kinnar. „Hættu að gráta, Ásta mín,“ bað hann. „Reyndu
að fyrirgefa frænda. Ég vissi það hreint ekki, að þú áttir töfluna,.
hélt að pabbi þinn ætti hana, bara að þú fengir að reikna á hana.
Ég skal sannarlega sjá til þess, að þú fáir þetta fullbætt. Reyndu
að verða aftur glöð, svo að frænda líði ekki illa.“
Nú fyrst leit ég á Villa, og aldrei gleymi ég því, sem ég sá þár
bláu augun hans frænda míns brostu undurblítt við mér, en þau
voru líka full af tárum. Þá tók ég um háls hans og hvíslaði í eyra
hans: „Ég skal verða glöð aftur, strax, en vert þú þá líka glaður.“
Taflan var orðin aukaatriði, frændi hafði borið svo vel í sárið, að
það var gróið.
Villi frændi er enn á lífi. Hann heitir fullu nafni Vilhjálmur
Sigurðsson, og voru þeir systkinasynir pabbi og hann.
Ég sá Villa síðast fyrir rúmum 50 árum. Þá var hann orðinn
veikur á sál og líkama - og alltaf síðan. Gleði augna hans var þá
slokknuð og svipurinn fjarrænn.
Mynd Villa, meðan hann var heilbrigður, máist ekki, persónu-
leikinn var sterkur og bládjúpu augun, góðleg og gáfuleg, lýstu svo
vel göfgi sálarinnar. Og hjartað, það var heitt. Um það efast eng-
inn, sem þekkti hann.
Villi frændi! Þú, sem alltaf varst á verði með útréttar hendur
til hjálpar þeim smáu, til að græða sár, til að hlú að og verma, þú
sem tókst bitann frá munni þínum til að gefa svöngum börnum, þér
verður aldrei gleymt, ekki heldur fullþakkað.
Ég á margar fagrar bernskuminningar, en þar ber Villa hæst,
hinn hjartagóða frænda, sem var heill og sannur á veginum með
mér.
Goðasteinn