Goðasteinn - 01.03.1968, Blaðsíða 8
á rigningu. Væri hún á sífelldu flökti og flygi með miklum þyt,
vissi það á storm. Flygi hún upp í valllendið að kvöldi, er á
sumar leið, boðaði það þurrka, og ræki hún upp eitt og eitt kvak
stakt að kvöldi, átti ekki að bregðast þurrkur dag eftir. Lakara
var, ef mikill kliður var í henni fyrri hluta dags í björtu veðri,
því að þá mátti búast við skúr. Þegar komið var fram á haust,
mátti búast við snjókomu, ef lóan var hnípin og hélt sig heima
við bæi.
Ekki var fýllinn heldur frásneyddur allri spádómsgáfu. Ef hann
síðari hluta vetrar sat mikið í berginu, þó kuldi væri, boðaði það
hláku og hlýrra veður. Sama var, ef hann kom fljúgandi í hópum
inn til landsins. En kulda boðaði það, ef hann síðari hluta dags
hvarf úr berginu og flaug til sjávar.
Trú manna var, að andi álftarinnar væri mjög eitraður. Talið
var, að blési álft á mann og væri svo nærri, að blástur hennar
næði volgur til mannsins, væri ekki annað líklegra en að sá hinn
sami yrði holdsveikur.
Sérstakt happamerki var að finna fætur af gráhegra og þó
bezt að ná honum lifandi og taka af honum fæturna mcðan hann
enn var volgur. Síðan átti að binda þá saman og hengja annað
tveggja í búrbita eða dyraloft ef fyrir hendi var. Einhvern tíma
í ungdæmi mínu lærði ég eftirfarandi kviðling um slíkt:
Þorleifur á reka reið,
Rauður fékk að þcefa.
Honum mœtti heim á leið
heldur en ekki gcefa.
Hvorki var það hvalur né staur,
heldur miklu fegra.
Það voru fcetur ofan í aur
af sjálfdauðum hegra.
Þetta verður að nægja í bili um þjóðtrú og fugla.
6
Goðasteinn