Goðasteinn - 01.03.1968, Page 43

Goðasteinn - 01.03.1968, Page 43
Ég var fermdur í Háfskirkju, ég held á réttum tíma. Það var rnikill dagur, þó ekki væri nein veizla. Veturinn eftir var ég látinn fara til Þorlákshafnar til að beita lóðina hjá Eyjólfi Þorbjörns- syni, átti hann heima í Sclvogi. Ég fékk hálfan hlut, átti víst ekki meira skilið, samanborið við þá vönu og duglegu, sem reru á sjó- inn. Næsta vetur var ég heima, en þann næsta, þegar ég var 16 ára, var ég látinn fara suður á Seltjarnarnes að Hrólfsskála og lenti þar á mjög góðu heimili. Húsbóndinn hét Pétur Sigurðsson og konan Guðlaug Pálsdóttir. Suðurgangan hófst í fyrstu viku góu. Var það Brynjólfur Þórðar- son frá Sumarliðabæ, sem var beðinn fyrir mig og að koma mér til skila; sá Brynjólfur var bróðir Tómasar í Hamrahól. Þá var mikil rigning, og man ég, að Brynjóifur sagði, að það væri mikil vit- leysa að fara frá bæ sínum í þessu veðri. Við vorum reiddir yfir Þjórsárbrúna. Pabbi reiddi mig en bróðir Brynjólfs hann. Svo hófst gangan. Það var kominn vegur að nafninu til, cn það kom strax aur í hann í svona veðri. Við bárum föt okkar og nesti, hvíldum okkur við Ölfusá og áfram var svo haldið út í Ölfus. Þá voru allar ár óbrúaðar, og í vexti urðurn við að vaða þær. Svo djúpar voru þær, að þær náðu mér vel í rass. Komumst við að Hveragerði um kvöldið, mikið blautir, a.m.k. var ég það. Þar fengum við að gista. Við Brynjólfur sváfum saman uppi á lofti. Þar var kalt, því engin var upphitunin. Næsta dag var gengið af stað. Éljagangur var og snjókoma. Verst var færðin á Sandskeiðinu, þar var enginn veg- ur, en vatn og krapi. Þá höfðu fleiri bætzt við í hópinn. Fór ég nú að þreytast og dragast aftur úr, en þá taka þeir af mér pokann minn og gekk ég laus, það sem eftir var, niður að Árbæ. Að Árbæ voru margir komnir til að fá þar gistingu, allt gangandi menn, sem voru að fara til sjós. Húsbændur Árbæjar voru þá Eyleifur og Margrét og var reynt að láta fara vel um alla. Síðastan tók Eyleifur mig, fer með mig upp á loft, þar svaf gamall maður undir súðinni. Segir Eyleifur við hann: „Heldur þú, að þú viljir ekki lofa þessum dreng að sofa fyrir ofan þig í nótt, þetta er ekki stærra en lamb.“ Það tókst og svaf ég vel. Næsta dag var farið til Reykjavíkur. Borð- aður miðdagsmatur hjá Jóni Þórðarsyni kaupmanni í Bankastræti. Um nóttina var ég hjá Gísla Jóhannessyni frá Seli í Holtum. Næsta Goðasteinn 4i

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.